Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 4. febrúar 2020 19:42 Borgin er í minnihluta innan SORPU. vísir/vilhelm Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“ Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. Í síðasta mánuði var upplýst að SORPA sem er samlag í eigu sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þyrfti á 1,5 milljörðum króna að halda vegna vanáætlana í tengslum við framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þar situr Líf Magneudóttir fyrir meirihlutann í borgarstjórn, en fulltrúar hinna sveitarfélagana eru þrír á vegum Sjálfstæðisflokks og tveir á vegum Framsóknarflokks. Stjórn SORPU er skipuð fulltrúum meirihlutaflokkanna í sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.vísir Yfir stjórninni er síðan svo kallaður eigendavettvangur, sem tekur allar meiriháttar ákvarðanir, og er skipaður af borgarstjóra og bæjarstjórum hinna fimm sveitarfélaganna. Á hvorugum staðnum er borgin með meirihlutavald og þarf því að reiða sig á fulltrúa hinna sveitarfélaganna við alla ákvarðanatöku. Skýrsla innri endurskoðunar um málefni SORPU var rædd á borgarstjórnarfundi í dag. En framkvæmdastjóri SORPU sem sendur var í leyfi hefur nýlega skilað inn andmælum. Líf segir að nú sé verið að fara yfir andmælin en í skýrslu innri endurskoðunar sé skýrt að upplýsingagjöf til stjórnar hafi verið ábótavant. Eigendavettvangur SORPU er skipaður borgarstjóra og bæjarstjórum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.vísir „Að þær hafi verið ófullnægjandi, villandi, ómarkvissar og stundum rangar. Slíkt setur stjórnir eðlilega í vandasamar stöðu,“ sagði Líf á borgarstjórnarfundi í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokkins um að vægi borgarinnar innan stjórnar fyrirtækisins verði aukið. Hún var samþykkt með breytingartillögu meirihlutaflokkanna um að beina því til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ekki verði aðeins farið yfir skipulag og stjórnarhætti Sorpu bs., heldur einnig byggðasamlaganna Strætó bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Reykjavíkurborg ber meirihlutann af þeim ábyrgðum sem hafa lent á sveitarfélögunum út af SORPU þrátt fyrir að hafa bara einn sjötta af stjórnarmönnum,“ sagði Eyþór. Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í kvöld, að minnsta kosti í bili. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir marga hafa sofnað á verðinum. „Margir hafa sofnað í sjálfu sér en kannski reiða þeir sem eru minni sig á þann stóra sem ber ábyrgð, Reykjavíkurborg er með meirihluta, og minni sveitarfélögin kannski reiða sig á það bæði í Orkuveitunni og þessum byggðasamlögum að stóri bróðir passi upp á að hlutirnir séu í lagi,“ segir Eyþór. Eyþór segir aðra stjórnarmeðlimi vissulega þurfa að fylgjast vel með málum en þegar „stóri bróðir“ borgi meirihlutann þá sé hætta á að treyst sé á að hann passi upp á hlutina fyrir hina. „Þetta eru gríðarlegar upphæðir.“ Bent hefur verið á að Reykjavíkurborg hefur minnihluta þegar kemur að áhrifastöðu í þessum stjórnum en beri þó meirihluta kostnaðarins á sínum herðum. „Já, þetta er nú tvöfalt skakkara en í kjördæmamálinu sem hefur verið rætt í gegn um áratugina, en bara til að setja þetta í samhengi þá er Reykjavíkurborg í ábyrgðum fyrir yfir hundrað milljörðum núna, út af SORPU, Orkuveitunni, félagsbústöðum og þessum fyrirtækjum. Þegar allt þetta er tekið þá eru þetta yfir eitt hundrað milljarðar þannig að ég segi að við verðum að axla ábyrgð í samræmi við kostnað.“Ertu bjartsýnn á að hin sveitarfélögin taki vel í það að ræða breytingar á þessum hlutföllum þegar þær viðræður verða teknar upp?„Ég held að allir séu sammála um að núverandi ástand er í ólagi, er í rusli og það verður að laga það.“
Reykjavík Sorpa Tengdar fréttir Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30 Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Hætt verði að rusla út stjórn Sorpu á tveggja ára fresti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vill að aukin krafa verði gerði um hæfni þeirra sem sitja í stjórn Sorpu. 23. janúar 2020 18:30
Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Stjórn Sorpu bs. ákvað á fundi sínum í dag að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi eru til skoðunar. 22. janúar 2020 18:07
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37