Listakona segir Bíó Paradís hafa verið sér sem annað heimili Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 14:54 Ásdís Sif Gunnarsdóttir, listakona, er ein þeirra sem boðað hefur til fundar í Bíó Paradís klukkan sex í dag. Aðdáendur Bíós Paradísar hafa boðað til fundar síðdegis til að reyna að finna leið til að koma í veg fyrir að kvikmyndahúsið loki. Listakona sem segir Bíó Paradís hennar annað heimili segir að nú þurfi fólk að taka höndum saman og standa vörð um kvikmyndahúsið. Fyrir helgi greindi fréttastofa frá því Bíó Paradís yrði að óbreyttu lokað 1. maí næstkomandi og að öllu starfsfólki hefði verið sagt upp störfum. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahússins, sagði að reksturinn gangi vel en að leigusamningurinn hefði runnið út og að ekki hefði tekist að semja um ásættanlegt leiguverð. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, listakona, er ein þeirra sem hefur boðað til fundar klukkan sex í dag í Bíó Paradís. Markmiðið er að fá sem flesta á fundinn til að finna leiðir til að bjarga Bíó Paradís. Ásdís hefur sterkar taugar til kvikmyndahússins. „Ég er vídjólistakona og performans-listamaður og ég hef gert performans í Bíó Paradís. Fyrst á Sequences hátíðinni 2005 og svo leigði ég einu sinni þrjá sali til að sýna vídjólistaverk. Ég lék í bíómynd sem var sýnd þar og hélt upp á barnaafmæli hjá dóttur minni. Þannig að þetta er búið að vera annað heimili í mörg ár,“ segir Ásdís Sif. Tveir undirskriftarlistar eru í umferð á samfélagsmiðlum, annar hefur 1.364 undirskriftir en 1.417 hafa skrifað undir hinn og því ljóst að listabíóið í miðbænum er í hávegum haft hjá fjölmörgum og því mikið í húfi. Aðspurð hvort hún sé vongóð um að þeim takist að bjarga bíóinu segir Ásdís: „Ég vona það en ég held að það þurfi hóp til að hafa áhrif.“ Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. 31. janúar 2020 14:06 Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Aðdáendur Bíós Paradísar hafa boðað til fundar síðdegis til að reyna að finna leið til að koma í veg fyrir að kvikmyndahúsið loki. Listakona sem segir Bíó Paradís hennar annað heimili segir að nú þurfi fólk að taka höndum saman og standa vörð um kvikmyndahúsið. Fyrir helgi greindi fréttastofa frá því Bíó Paradís yrði að óbreyttu lokað 1. maí næstkomandi og að öllu starfsfólki hefði verið sagt upp störfum. Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri kvikmyndahússins, sagði að reksturinn gangi vel en að leigusamningurinn hefði runnið út og að ekki hefði tekist að semja um ásættanlegt leiguverð. Ásdís Sif Gunnarsdóttir, listakona, er ein þeirra sem hefur boðað til fundar klukkan sex í dag í Bíó Paradís. Markmiðið er að fá sem flesta á fundinn til að finna leiðir til að bjarga Bíó Paradís. Ásdís hefur sterkar taugar til kvikmyndahússins. „Ég er vídjólistakona og performans-listamaður og ég hef gert performans í Bíó Paradís. Fyrst á Sequences hátíðinni 2005 og svo leigði ég einu sinni þrjá sali til að sýna vídjólistaverk. Ég lék í bíómynd sem var sýnd þar og hélt upp á barnaafmæli hjá dóttur minni. Þannig að þetta er búið að vera annað heimili í mörg ár,“ segir Ásdís Sif. Tveir undirskriftarlistar eru í umferð á samfélagsmiðlum, annar hefur 1.364 undirskriftir en 1.417 hafa skrifað undir hinn og því ljóst að listabíóið í miðbænum er í hávegum haft hjá fjölmörgum og því mikið í húfi. Aðspurð hvort hún sé vongóð um að þeim takist að bjarga bíóinu segir Ásdís: „Ég vona það en ég held að það þurfi hóp til að hafa áhrif.“
Bíó og sjónvarp Menning Reykjavík Tengdar fréttir Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. 31. janúar 2020 14:06 Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45 Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03 „Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Minjastofnun biðlar til Reykjavíkurborgar að bjarga síðasta bíóinu í miðbænum Minjastofnun Íslands harmar fregnir gærdagsins þess efnis að Bíó Paradís við Hverfisgötu 54 verði lokað 30. apríl þegar húsaleigusamningur rennur út. Öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. 31. janúar 2020 14:06
Skella í lás hjá Bíó Paradís eftir þrjá mánuði Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík verður lokað frá og með 1. maí næstkomandi og öllu starfsfólki bíósins hefur verið sagt upp störfum. 30. janúar 2020 08:45
Leiguverðið var ekki lengur í Paradís „Það sem er að gerast er einfaldlega það að við erum að missa húsnæðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíós Paradísar. 30. janúar 2020 11:03
„Látum ekki hræGamma hrekja Bíó Paradís í burtu“ Óhætt er að segja að yfirvofandi lokun Bíó Paradís á Hverfisgötu eftir tíu ára starf hafi valdið miklu fjaðrafoki í dag. Framkvæmdastjóri segir reksturinn í blóma en þreföld eða fjórföld hækkun í leiguverði geri starfsemina ekki lengur mögulega. 30. janúar 2020 13:15