Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu.
Veislustjórar voru þeir Logi Bergmann og Rúnar Freyr. Saga Garðarsdóttir var ræðumaður kvöldsins og Björn Bragi Arnarson fór með uppistand.
Stuðlabandið lék svo fyrir dansi fram á rauða nótt og kom Páll Óskar Hjálmtýsson fram með bandinu.
Palli flutti lagið Betra líf í Fífunni og það með Stuðlabandinu. Þakið ætlaði hreinlega af húsinu þegar lagið var tekið eins og sjá má hér að neðan. Stuðlabandið deilir einnig myndbandinu á Facebook-síðu bandsins.