Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 08:34 Jessica Mann mætir í dómsal 31. janúar. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í tvígang á hótelherbergi í New York árið 2013. Vísir/getty Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. Konan brotnaði niður eftir yfir fjögurra klukkustunda yfirheyrslu af hendi verjanda Weinsteins. Í frétt Guardian segir að dómari í málinu hafi ákveðið að fresta réttarhöldunum, sem fara fram í New York, fram á þriðjudagsmorgun. Vitnið, kona að nafni Jessica Mann, hafi virst fá taugaáfall; fékk óstjórnlegt grátkast og var í mikilli andnauð. Lygasjúkt tálkvendi á framabraut Mann er önnur tveggja sem borið hafa alvarlegustu ásakanirnar á hendur Weinstein. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér á afar ofbeldisfullan hátt árið 2013. Blaðamaður Guardian segir í umfjöllun sinni að Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, hafi þjarmað mjög að Mann við yfirheyrslur og látið hana líta út fyrir að vera lygasjúkt tálkvendi sem hafi notað Weinstein sér til framdráttar í kvikmyndabransanum. Sjá einnig: Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Yfirheyrslum Rotunno í gær er jafnframt lýst sem óvægnasta „mannorðsmorðinu“ við réttarhöldin til þessa en verjendur Weinsteins hafa gengið mjög hart fram gegn konunum. Rotunno lagði áherslu á að Mann hefði haldið sambandi við Weinstein í nokkur ár eftir hina meintu nauðgun og hélt því einnig fram að hún hefði „talið Weinstein trú um að hún vildi stunda kynlíf með honum“. Mann kvað það ekki rétt. Lýsti vansköpuðum kynfærum Weinsteins Mann byrjaði fyrst að gráta þegar hún var látin lesa upphátt langan tölvupóst sem hún sendi fyrrverandi kærasta sínum í maí árið 2014, ári eftir að meint nauðgun átti sér stað. Í tölvupóstinum viðurkennir hún að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Weinstein og lýsir „vansköpuðum“ kynfærum hans. „Typpið á honum virkar ekki lengur. Hann hefur gengist undir einhvers konar aðgerð eða fengið brunasár á neðri hluta líkamans,“ hefur Guardian upp úr tölvupóstinum. Weinstein mætir í dómsal í New York í gær, 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust.Vísir/getty Þá lýsir Mann því einnig í skeytinu að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Þegar Rotunno spurði hana frekar út í umrætt kynferðisofbeldi hóf Mann aftur að gráta, og enn sárar en áður. Það var þá sem hlé var gert á réttarhöldunum og henni gefinn kostur á að jafna sig. Að endingu var ákveðið að fresta þeim til morguns, líkt og áður segir. Mann lýsti því í smáatriðum við réttarhöldin á föstudag hvernig Weinstein braut gegn henni í tvígang á hóteli í New York árið 2013. Alls hafa fimm konur borið vitni við réttarhöldin en hópurinn sem sakar Weinstein um kynferðisofbeldi telur alls 105 konur. Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein á miðvikudag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi hans gegn henni árið 2004, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref í kvimyndabransanum. Þá hélt hún því fram að Weinstein hefði lofað sér hlutverkum í kvikmyndum hans ef hún færi í trekant með honum og aðstoðarmanni hans. Önnur leikkona, Annabella Sciorra, bar vitni gegn Weinstein í þarsíðustu viku. Hún sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér í íbúð hennar í Manhattan veturinn 1993-1994. Hún sýndi viðstöddum m.a. hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. 22. janúar 2020 19:57
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30
Tók þátt í umfangsmiklum njósnum Harvey Weinstein: „Ég var bara að vinna vinnuna mína“ Seth Freedman, sem starfaði fyrir einkaspjæjarafyrirtækið Black Cube, kveðst ekki sjá eftir neinu af því sem hann gerði í störfum sínum fyrir fyrirtækið. 16. janúar 2020 10:30