Anníe Mist og Frederik eiga von á barni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 07:32 Anníe Mist Þórisdóttir. vísir Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“ Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir á von á barni með unnusta sínum, Frederik Aegidius, einnig crossfit-stjörnu. Frá þessu greinir Anníe Mist í færslu á Instagram-reikningi sínum. Þar birtir hún mynd af þeim Frederik hönd í hönd ásamt afar litlum íþróttaskóm. Við myndina skrifar Anníe Mist einfaldlega „5. ágúst“ og ætla má að þar eigi hún við settan dag erfingjans. View this post on Instagram 5th of August @frederikaegidius A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 3, 2020 at 3:05pm PST Katrín Tanja Davíðsdóttir, enn önnur crossfit-stjarnan og besta vinkona Anníear, óskar parinu innilega til hamingju í færslu sem hún birti á Instagram í gær. „Besta vinkona mín er að fara að eignast barn og ég held að hjarta mitt sé að springa!“ skrifar Katrín og bætir við að „KT frænka“ sé tilbúin í slaginn. View this post on Instagram MY BEST FRIEND IS HAVING A BABY & I THINK MY HEART IS EXPLODING AHHHH - Congratulations @anniethorisdottir & @frederikaegidius auntie KT is readyyyyyyyy! xxx A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Feb 3, 2020 at 3:27pm PST Anníe Mist og Frederik hafa verið par um nokkurt skeið. Anníe Mist er einn sigursælasti crossfit-keppandi í heimi en hún er tvöfaldur heimsmeistari í sportinu. Hún lenti í tólfta sæti á síðustu heimsleikum sem haldnir voru í fyrra. Það er ekki langt síðan Anníe Mist ræddi barneignir á opinberum vettvangi. Hún kom inn á málaflokkinn í viðtali við tímarit SAS-flugfélagsins, Scandinavian Traveler, í ágúst í fyrra. Þar sagði hún kímin að það væri einfaldara ef Frederik gæti tekið að sér að ganga með barn sem þau kæmu ef til vill til með að eignast þegar fram liðu stundir. Þá ræddi hún almennt barneignir íþróttakvenna og sagði miklar framfarir hafa orðið í þeim málum síðustu misseri. „Íþróttakonur tapa ekki peningum frá styrktaraðilum þegar þær verða ófrískar. Helmingur þeirra sem fylgja okkur eru konur og flestar þeirra vilja eignast barn á einhverjum tímapunkti. Þær vilja sjá hvernig íþróttakonur bregðast við í þessari stöðu Allir vilja sýna styrk og lifa heilsusamlega eftir barnsburð og það er mikilvægt að einhverjir sýni þeim réttu leiðina. Styrktaraðilar ættu að vera í röð til að fá að styrkja toppíþróttakonur sem vilja eignast barn.“
Ástin og lífið Börn og uppeldi CrossFit Tímamót Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira