Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 10:37 Marta Guðjónsdóttir, Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru. Reykjavík Sorpa Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir fund borgarstjórnar á morgun þar sem fram fer umræða um skýrslu innri endurskoðunar vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð Sorpu á Álftanesi. Stjórn Sorpu ákvað í janúar að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði við verkið eru til skoðunar. Var það gert í framhaldi af skýrslu innri endurskoðunar um stjórnarhætti og áætlunargerð gas- og jarðgerðarstöðvarinnar þar sem fjallað er um framúrkeyrsluna.Sjá einnig: Sendur í leyfi á meðan 1,4 milljarða framúrkeyrsla er til skoðunar Samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins er lagt til að borgarstjórn beini því til eigendahóps byggðasamlagsins að beita sér fyrir því að beita sér fyrir að breytingar verði gerðar á stofnsamningi Sorpu vegna samsetningar stjórnarinnar, með það fyrir augum að Reykjavík, sem sé langstærsti eigandinn að byggðasamlaginu, geti sinnt eftirlitshlutverki sínu betur. Í greinagerð með tillögunni segir að Reykjavíkurborg eigi aðeins einn fulltrúa af sex í stjórn Sorpu. „Lagt er til að aðkoma borgarinnar að stjórninni sé nær því að vera í hlutfallslegu samræmi við eignarhlut borgarinnar,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Það sé ekki raunin nú og úr því þurfi að bæta. Minnihlutinn hafi enga aðkomu Á borgarstjórnarfundi þann 17. september á síðasta ári hafi borgarstjórn samþykkt að ábyrgjast lánveitingu til Sorpu upp á einn og hálfan milljarð króna. „Með því að ábyrgjast lán byggðasamlagsins var borgin að veðsetja framtíðar útsvarstekjur Reykjavíkurborgar svo fyrirtækið gæti tekið lán vegna framúrkeyrslunnar,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Því hafi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lagst alfarið gegn. „Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg sé fjölskipað stjórnvald þá hefur minnihlutinn í Reykjavík enga aðkomu að stjórn SORPU og því er framúrkeyrslan sjálf og eftirmálar hennar alfarið á ábyrgð meirihlutans í borginni.“ Þannig telji flokkurinn tilefni til „taka upp“ stofnsamninginn og lagt til að eigendahópi byggðasamlagsins verði falið að gera tillögu að breytingum í þá veru.
Reykjavík Sorpa Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira