Beint á ball í Njarðvík eftir bílslys á Njálsgötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 13:15 Magni Ásgeirsoni, Sævari Helgason, Heimir Eyvindarson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson mynda Á móti sól. Á móti sól Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni. Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni.
Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira