Beint á ball í Njarðvík eftir bílslys á Njálsgötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 13:15 Magni Ásgeirsoni, Sævari Helgason, Heimir Eyvindarson, Þórir Gunnarsson og Stefán Ingimar Þórhallsson mynda Á móti sól. Á móti sól Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni. Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Á móti sól lentu í árekstri á Njálsgötu í Reykjavík í gær. Frá þessu greinir sveitin á Facebook. Sævar Helgason gítarleikari þurfti að leita aðhlynningar á Landspítalanum, en aðrir meðlimir sveitarinnar héldu leið sinni til Njarðvíkur áfram og spiluðu þar á balli. „Í gær vorum við að leggja af stað til Njarðvíkur þar sem við áttum skömmu síðar að stíga á svið á balli. Við erum á leið upp Njálsgötuna þegar stór leigubíll á leið upp Vitastíginn lendir á afturhorninu á okkar bíl. Hraðinn á taxanum var slíkur að við snerumst í 180 gráður á punktinum en hann hélt áfram og klessti á kyrrstæðan bíl þar sem hann staðnæmdist,“ segir í færslu sveitarinnar. Þeir greina frá því að við hafi tekið „frekar ringlaðar mínútur“ uns viðbragðsaðilar mættu á svæðið. „Til að gera langa sögu stutta þá var farið með Sævar upp á landsa til athugunar þar sem hann rotaðist við höggið og kom seinna um kvöldið í ljós rifbeinsbrot og nokkrir fleiri fylgikvillar. Við hinir stauluðumst frekar lemstraðir upp í annan bíl og komum okkur til Njarðvíkur þar sem var gríðarlega vel tekið à móti okkur með kælipokum, nuddi og teygjubindum.“ Eftir ballið hafi sveitarmeðlimir síðan verið „reknir vinalega“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem vel hafi verið séð um þá. Þeir hafi síðan flestir lagst á koddann undir morgun. „Við erum sum sé nokkuð hressir þannig séð. Innilegar þakkir til fagfólksis sem mætti fyrst á slysstað, þeirra sem sáu um Sævar okkar í nótt og Njarðvíkinga sem gripu okkur svona fallega,“ segir að lokum í Facebook-færslu sveitarinnar, sem samanstendur af þeim Magna Ásgeirssyni, Sævari Helgasyni, Heimi Eyvindarsyni, Þóri Gunnarssyni og Stefáni Ingimar Þórhallssyni.
Reykjanesbær Reykjavík Samgönguslys Tónlist Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira