Landsliðskona á langan bata fyrir höndum eftir rútuslysið nærri Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 07:15 Berglind í leik með Snæfelli í körfuboltanum. Vísir/Bára Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur. Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur.
Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira