Stjórnvöld hækki hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2020 09:02 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Vísir/Vilhelm BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá bandalaginu segir nauðsynlegt sé að grunnupphæð atvinnuleysisbóta verði hækkuð, þar sem venjulegar fullar atvinnuleysisbætur séu nú 289.510 krónur. „Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 456.404 kr. á mánuði en réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils. BHM skorar á stjórnvöld að hækka þetta hámark og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta í 6 mánuði til að bæta afkomuöryggi atvinnulausra á næstu misserum.” Gert kleift að stunda nám Bandalagið telur sömuleiðis að mikilvægt sé að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám á næstu misserum án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Einnig sé brýnt að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að tryggja listafólki framfærslu en faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi kippt fótunum undan afkomu þessa hóps. 4.500 háskólamenntaðir án vinnu Bent er á að meira en 4.500 háskólamenntaðir einstaklingar séu án atvinnu eða um 85 prósent fleiri en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2009. „Háskólamenntað fólk sem verður fyrir því að missa vinnuna um þessar mundir verður fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, samkvæmt útreikningum BHM. Sé litið á einfaldan samanburð milli meðaltals heildarlauna í starfi og atvinnuleysisbóta má sjá að háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna. Jafngildir það um um 55% tekjuskerðingu að meðaltali á ársgrundvelli,” segir í tilkynningunni frá BHM. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
BHM hefur skorað á stjórnvöld að hækka hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta og lengja tímabil tekjutengingar þannig að bæta megi afkomuöryggi fólks sem misst hafi vinnuna vegna samdráttar af völdum kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá bandalaginu segir nauðsynlegt sé að grunnupphæð atvinnuleysisbóta verði hækkuð, þar sem venjulegar fullar atvinnuleysisbætur séu nú 289.510 krónur. „Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er nú 456.404 kr. á mánuði en réttur til tekjutengingar atvinnuleysisbóta gildir í 3 mánuði samtals frá upphafi bótatímabils. BHM skorar á stjórnvöld að hækka þetta hámark og lengja tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta í 6 mánuði til að bæta afkomuöryggi atvinnulausra á næstu misserum.” Gert kleift að stunda nám Bandalagið telur sömuleiðis að mikilvægt sé að atvinnuleitendum verði gert kleift að stunda nám á næstu misserum án þess að það skerði rétt þeirra til atvinnuleysisbóta. Einnig sé brýnt að stjórnvöld grípi til sértækra aðgerða til að tryggja listafólki framfærslu en faraldurinn og sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi kippt fótunum undan afkomu þessa hóps. 4.500 háskólamenntaðir án vinnu Bent er á að meira en 4.500 háskólamenntaðir einstaklingar séu án atvinnu eða um 85 prósent fleiri en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2009. „Háskólamenntað fólk sem verður fyrir því að missa vinnuna um þessar mundir verður fyrir miklu fjárhagslegu áfalli, samkvæmt útreikningum BHM. Sé litið á einfaldan samanburð milli meðaltals heildarlauna í starfi og atvinnuleysisbóta má sjá að háskólamenntaður sérfræðingur sem horfir fram á atvinnuleysi í eitt ár tapar um 335 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur að meðaltali á mánuði við að missa vinnuna. Jafngildir það um um 55% tekjuskerðingu að meðaltali á ársgrundvelli,” segir í tilkynningunni frá BHM.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira