Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþonið fer ekki fram í ár en hlauparar geta safnað áheitum. Vísir/Vilhelm Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Á síðasta ári söfnuðu hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu 167.483.404 krónum til 181 góðgerðafélags. Í ár fer hlaupið ekki fram vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, en hlauparar geta samt safnað áheitum í gegnum síðuna Hlaupastyrkur. Þegar þetta er skrifað hafa safnast 35.409.895 krónur fyrir ýmis málefni. Mörg góðgerðarfélög treysta á slíkar áheitasafnanir og eitt af þeim er Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Kraftur er félag sem er alfarið rekið af velvilja fólks og fyrirtækja í landinu og hefur Reykjavíkurmaraþonið verið ein stærsta fjáröflun félagsins í gegnum árin. Því skiptir það okkur miklu máli að hlauparar haldi áfram að safna áheitum fyrir félagið þó að Reykjavíkurmaraþonið sjálft hafi verið slegið af og fólk hvatt til þess að hlaupa sína eigin leið,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir markaðs - og kynningarfulltrúi félagsins. Þau áheit sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hafa farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. „Kraftur heldur úti sálfræðiþjónustu, ýmsu hópastarfi, endurhæfingarprógrammi, er með stuðning og fræðslu á jafningjagrundvelli og fjárhagslegan stuðning fyrir félagsmenn sína svo eitthvað sé nefnt.“ Margir tilbúnir að hjálpa Laila segir að það sé gaman að sjá hversu margir ætla að hlaupa til góðs þrátt fyrir allt. „Auðvitað er mjög svekkjandi að Reykjavíkurmaraþonið er ekki haldið í ár en auðvitað er það mjög skiljanlegt í ljósi aðstæðna. Við erum með ánægð með að Reykjavíkurmaraþonið haldi áfram að halda úti áheitasíðunni sinni á www.hlaupastyrkur.is og að fólk geti enn skráð sig og hlaupið til styrktar góðgerðarfélögum. Þau hvetja þannig líka alla til að hlaupa sína eigin leið á tímabilinu 15. til 25. ágúst. Þakklæti er okkur efst í huga þegar við hugsum til þeirra hlaupara sem ætla að hlaupa af krafti og þannig safna áheitum fyrir félagið. Það er ómetanlegur stuðningur og frábært að finna fyrir svona miklum meðbyr og hvað það er mikið af fólki sem er tilbúið að leggja sitt á vogarskálarnar til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum.“ Met var slegið í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþonsins á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Hlauparar safna milljónum á ári fyrir félagið en ekki er vitað hversu mikil áhrif breytingin í ár hefur á áheitasöfnunina. „Undanfarin ár hefur áheitasöfnunin aukist og skiptir það góðgerðarfélag eins og Kraft einstaklega miklu máli. Í fyrra var safnað tæplega sex milljónum króna fyrir félagið en árið á undan um 4,8 milljónir.“ Kraftur ætlar að sýna hlaupurum sínum stuðning í verki og hlaupa með þeim laugardaginn 22. Ágúst, sem verður Kraftshlaupadagurinn. „Við erum búin að reima á okkur hlaupaskóna og höfum mælt út leiðir í Elliðaárdalnum sem eru 600 metrar, 10 km og 21 km leiðir. Við hvetjum þau sem eru að hlaupa af krafti eindregið til að taka þátt í þessu með okkur. Allir hlauparar fá gefins hlaupabol sérmerktan Krafti og smá glaðning frá félaginu. Hægt er að nálgast hlaupabol alla virka daga frá 9 til 17 á skrifstofu Krafts til og með 25. ágúst. Ef fólk ert þegar búið að finna sér sína eigin hlaupaleið eða vill ekki hlaupa á þessum tilsetta tíma þá er hægt að hlaupa sína leið frá 15. til 25. ágúst þar sem áheitasöfnuninni lýkur á miðnætti 26. ágúst. Frekari upplýsingar er að finna á Facebook hópnum Ég hleyp af Krafti.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00 Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18
Söfnuðu yfir fimm milljónum fyrir Líf og Kraft með leiðangrinum Snjódrífurnar sem þveruðu Vatnajökul fyrr í mánuðinum, náðu að safna yfir fimm milljónum í áheitasöfnun sinni fyrir félögin Kraft og Líf. 29. júní 2020 15:00