Opna fyrstu sérverslun sína í sögufrægu húsi í Hafnarstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 11:55 Bioeffect kemur í stað Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns. Neytendur Reykjavík Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
ORF líftækni opnar í dag fyrstu Bioeffect sérverslun sína á Íslandi við Hafnarstræti 19. Verslunin er staðsett í húsinu sem áður hýsti Rammagerðina en það var reist árið 1925. Verslunin verður rekin í samvinnu við danska aðila sem sagðir eru hafa mikla þekkingu á smávöruverslun í Danmörku, Finnlandi og á Íslandi. Hafnarstræti 19 var nýlega gert upp í sinni upprunalegu mynd. Það er bogalagað í austurátt og minnir á „Straujárnið“ í New York. Verslunin er hönnuð af arkitektastofunni Basalt. Ylplast er notað bæði í innréttingar og lýsingu en um er að ræða sama efni og notað er í gróðurhús. „Er það vísun til gróðurhúss ORF Líftækni í Grindavík þar sem byggið er ræktað sem notað er í vörur BIOEFFECT,“ segir í tilkynningu frá ORF. Dr. Björn Örvar, einn stofnenda ORF líftækni og vísindamaðurinn á bak við húðvörumerkið, segir verslunina vonandi þá fyrstu af mörgum sé horft til lengri tíma inn í framtíðina og út fyrir landsteinana. Innan úr versluninni. Í versluninni verður hægt að fá húðmælingu og almenn ráð varðandi umhirðu húðarinnar segir Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs. Þrettán ólíkar vörur eru í vörulínu Bioeffect sem fá flokka í undirstöðu, uppbyggingu og umhirðu. Undirstöðuvörurnar eru hannaðar fyrir daglega húðumhirðu til notkunar á hverjum degi og uppbyggingarvörurnar eru hins vegar ætlaðar til að taka húðina í gegn nokkrum sinnum á ári. Að lokum eru það umhirðuvörurnar sem undirbúa húðina fyrir EGF sem er aðalinnihaldsefni vara BIOEFFECT. ORF líftækni sem stofnað var árið 2001 framleiðir sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í Bioeffect húðvörur fyrirtækisins, seld til læknisfræðilegra rannsókna og nýtt í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF Líftækni hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er í tilkynningunni sögð afrakstur áratuga vísinda- og þróunarstarfs. Hjá ORF líftækni starfa nú um 70 manns.
Neytendur Reykjavík Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira