Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 10:30 Erling Braut Håland fagnar sigrinum á PSG í gær með félögum sínum í Dortmund. Getty/Erwin Spek Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira