Grét þegar hann var kynntur sem leikmaður Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 11:30 Reinier Jesus átti mjög erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum í gær. Getty/Mateo Villalba Brasilíski táningurinn Reinier Jesus er að upplifa drauminn sinn eftir að spænska stórliðið Real Madrid keypti hann í janúar. Reinier Jesus er aðeins átján ára gamall en Real Madrid keypti hann á 26 milljónir punda frá Flamengo í síðasta mánuði "I've seen many presentations, but never before such an emotional one." Reinier Jesus was overcome with emotion at his first Real Madrid press conference...even his family couldn't hold back the tears. Goosebumps!https://t.co/odeCTYDVGR— SPORTbible (@sportbible) February 19, 2020 Reinier Jesus lék bara sinn fyrsta leik með aðalliði Flamengo 31. júlí í fyrra en var í gær kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid. Strákurinn réð ekki við tilfinningarnar nú þegar æskudraumur hans var að rætast. Florentino Perez, forseti Real Madrid, mætti með Reinier Jesus á blaðamannafund í gær og kynnti nýjasta liðsmanninn. „Ég vil verða hluti af sögu þessa frábæra félags. Þetta er mjög ánægjulegur dagur fyrir mig því ég er að upplifa æskudrauminn minn,“ sagði Reinier Jesus. Reinier Jesus gat ekki ráðið við sig og grét af gleði á kynningunni. Foreldrarnir hans táruðust líka út í sal. From winning @TheLibertadores with @Flamengo ... ... To helping @CBF_Futebol qualify for @Tokyo2020 ... To signing with four-time #ClubWC champions @realmadriden The future looks bright for @ReinierJesus_19pic.twitter.com/zMLYogUr4w— FIFA.com (@FIFAcom) February 18, 2020 Reinier Jesus spilar sem sóknartengiliður og er þriðji ungi Brasilíumaðurinn sem kemur til Real Madrid á síðustu tveimur árum á eftir þeim Vinicius Junior og Rodrygo. „Það er okkar þráhyggja að leita af leikmönnum sem geta orðið stórstjörnur morgundagsins. Í dag bjóðum við velkominn leikmann sem er kannski bara nýorðinn átján ára gamall en hefur þegar unnið Copa Libertadores titilinn með Flamengo sem er eitt stærsta félag heims,“ sagði Florentino Perez. „Um leið og við byggjum besta leikvanginn á 21. öldinni þá er það skylda okkar að byggja upp framtíðarlið. Það er aftur á móti ekki auðvelt að finna þessa hæfileikaríku menn sem geta orðið Real Madrid goðsagnir,“ sagði Perez. Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Brasilíski táningurinn Reinier Jesus er að upplifa drauminn sinn eftir að spænska stórliðið Real Madrid keypti hann í janúar. Reinier Jesus er aðeins átján ára gamall en Real Madrid keypti hann á 26 milljónir punda frá Flamengo í síðasta mánuði "I've seen many presentations, but never before such an emotional one." Reinier Jesus was overcome with emotion at his first Real Madrid press conference...even his family couldn't hold back the tears. Goosebumps!https://t.co/odeCTYDVGR— SPORTbible (@sportbible) February 19, 2020 Reinier Jesus lék bara sinn fyrsta leik með aðalliði Flamengo 31. júlí í fyrra en var í gær kynntur sem nýr leikmaður Real Madrid. Strákurinn réð ekki við tilfinningarnar nú þegar æskudraumur hans var að rætast. Florentino Perez, forseti Real Madrid, mætti með Reinier Jesus á blaðamannafund í gær og kynnti nýjasta liðsmanninn. „Ég vil verða hluti af sögu þessa frábæra félags. Þetta er mjög ánægjulegur dagur fyrir mig því ég er að upplifa æskudrauminn minn,“ sagði Reinier Jesus. Reinier Jesus gat ekki ráðið við sig og grét af gleði á kynningunni. Foreldrarnir hans táruðust líka út í sal. From winning @TheLibertadores with @Flamengo ... ... To helping @CBF_Futebol qualify for @Tokyo2020 ... To signing with four-time #ClubWC champions @realmadriden The future looks bright for @ReinierJesus_19pic.twitter.com/zMLYogUr4w— FIFA.com (@FIFAcom) February 18, 2020 Reinier Jesus spilar sem sóknartengiliður og er þriðji ungi Brasilíumaðurinn sem kemur til Real Madrid á síðustu tveimur árum á eftir þeim Vinicius Junior og Rodrygo. „Það er okkar þráhyggja að leita af leikmönnum sem geta orðið stórstjörnur morgundagsins. Í dag bjóðum við velkominn leikmann sem er kannski bara nýorðinn átján ára gamall en hefur þegar unnið Copa Libertadores titilinn með Flamengo sem er eitt stærsta félag heims,“ sagði Florentino Perez. „Um leið og við byggjum besta leikvanginn á 21. öldinni þá er það skylda okkar að byggja upp framtíðarlið. Það er aftur á móti ekki auðvelt að finna þessa hæfileikaríku menn sem geta orðið Real Madrid goðsagnir,“ sagði Perez.
Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira