Samþykktu tillögu um heimavist á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 18:04 Frá fundi borgarstjórnar í dag. Vísir/Elín Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu meirihlutans um heimavist fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu. „Mögulegar staðsetningar verði í nálægð við framhaldsskóla og góðar almenningssamgöngur og ýti þannig undir fjölbreytta ferðamáta og mannlíf í borginni,“ líkt og segir í tillögunni. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Fólks flokksins sögðu tillöguna ekki eiga erindi í borgarstjórn. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Tillagan var engu að síður samþykkt með 21 atkvæði en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins studdu tillöguna. Sjálfstæðisflokkurinn með fyrirvara um að ekki væri um að ræða útgjaldaauka og að málið verði unnið áfram í samráði við önnur sveitarfélög. Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi sósíalista bókaði jafnframt að borgin þurfi að líta inn á við og horfa til barna og fjölskyldna þeirra á höfuðborgarsvæðinu sem eigi erfitt með að standa undir húsnæðiskostnaði auk þess sem hún studdi tillöguna með þeim fyrirvara að slík heimavist yrði ekki einkarekin. Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag tillögu meirihlutans um heimavist fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu. Með tillögunni er lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir stofnun heimavistar fyrir framhaldsskólanema á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við menntamálaráðuneytið og þannig lagður grunnur að auknu jafnrétti til náms óháð búsetu. „Mögulegar staðsetningar verði í nálægð við framhaldsskóla og góðar almenningssamgöngur og ýti þannig undir fjölbreytta ferðamáta og mannlíf í borginni,“ líkt og segir í tillögunni. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Fólks flokksins sögðu tillöguna ekki eiga erindi í borgarstjórn. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, greiddi atkvæði gegn tillögunni en Kolbrún Baldursdóttir, fulltrúi Flokks fólksins, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Tillagan var engu að síður samþykkt með 21 atkvæði en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins studdu tillöguna. Sjálfstæðisflokkurinn með fyrirvara um að ekki væri um að ræða útgjaldaauka og að málið verði unnið áfram í samráði við önnur sveitarfélög. Sanna Magdalena Mörtudóttir, fulltrúi sósíalista bókaði jafnframt að borgin þurfi að líta inn á við og horfa til barna og fjölskyldna þeirra á höfuðborgarsvæðinu sem eigi erfitt með að standa undir húsnæðiskostnaði auk þess sem hún studdi tillöguna með þeim fyrirvara að slík heimavist yrði ekki einkarekin.
Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira