Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. febrúar 2020 17:45 Stefnt er að því að setja í embætti ríkislögreglustjóra fljótlega. Vísir/Vilhelm Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hæfisnefnd fer nú yfir umsækjendur í embætti ríkislögreglustjóra en stefnt hefur verið að því að setja í stöðuna 1. mars næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur aflað eru líkur á að það gæti frestast og gæti orðið allt að tveimur vikum seinna. Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Það er lögreglustjóra á Austurlandi, embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum og í embætti ríkislögreglustjóra. Sú ráðning er samkvæmt upplýsingum í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. Sjö sóttu um stöðu ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur Johannessen lét af embætti um áramótin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra. Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Kristín Jóhannesdóttir, lögfræðingur, Logi Kjartansson, lögfræðingur og Arnar Ágústsson, öryggisvörður. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og Kjartan Þorkelsson, settur ríkislögreglustjóri á fyrsta fundi rögregluráðs.Vísir/Jóhann K. Hæfisnefnd skilar lista á næstu dögum Hæfisnefnd hefur ekki skilað meðmælalista til dómsmálaráðherra en samkvæmt upplýsingum fréttastofu gæti það gerst fljótlega. Dómsmálaráðherra mun svo taka viðtöl við umsækjendur. Frá því Haraldur Johannessen, lét af embætti hefur Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gengt stöðu ríkislögreglustjóra tímabundið og átti að vera til 1. mars næstkomandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, skipaði hæfisnefnd um skipan nýs ríkislögreglustjóra. Í nefndinni eiga sæti Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskóla í Reykjavík, Björn Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá kjara- og mannauðssýslu ríkisins og Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, og er hann formaður nefndarinnar. Andri sagði í samtali við fréttastofu á ráðningarferlið enn í vinnslu og vísaði að öðru leiti til dómsmálaráðuneytisins um frekari upplýsingar. Á sama tíma og staða ríkislögreglustóra var auglýst var jafnframt auglýst eftir lögreglustjóra á Austurland en Inger Linda Jónsdóttir, lætur af embætti um næstu mánaðamót sökum aldurs. Hún hefur verið lögreglustjóri á Austurlandi frá árinu 2014. Þá var líka auglýst eftir sýslumanni í Vestmannaeyjum. Fimm konur sóttu um stöðuna. Sæunn Magnúsdóttir, staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Aníta Óðinsdóttir, lögmaður. Arndís Soffía Sigurðardóttir, staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Guðbjörg Anna Bergsdóttir, lögmaður og Ragnheiður Jónsdóttir, lögmaður.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19
Tómlegt á skrifstofu setts ríkislögreglustjóra Kjartan Þorkelsson tók við sem settur Ríkislögreglustjóri um áramót. Kjartan mætti sinn fyrsta dag til vinnu hjá embættinu í dag. Samhliða þessum breytingum tóku tímabundið til starfa nýr vararíkislögreglustjóri og yfirlögregluþjónn. 2. janúar 2020 18:30