Sá fræjum með nýrri námsbraut í sviðslistum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 13:35 Frá vinstri: Vala Fannell verkefnastjóri, Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdarstjóri Menningarfélag Akureyrar, Jón Már Héðinsson skólameistari MA, Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og Alma Oddgeirsdóttir áfangastjóri MA. MAK/Auðunn Níelsson Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu. Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Nemendum Menntaskólans á Akureyri mun eftir ár standa til boða nám í sviðslistum. Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir samfélagið vaknað til vitundar um mikilvægi skapandi greina. Undirbúningur fyrir nýja námsbraut í Menntaskólanum á Akureyri, kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir, er hafinn. Vonir standa til að strax á næsta ári gefist nemendum kostur á sviðslistanáminu. Námsbrautin er sérstakt samstarfsverkefni M.A. og Leikfélags Akureyrar. Marta Nordal, leikhússtjóri, segir að í samfélagi örra tæknibreytinga, öðlist skapandi greinar jafnvel mikilvægari sess en áður. „Mér fannst þetta strax mjög spennandi af því við viljum teygja okkur út í samfélagið og hafa áhrif á yngra fólk, glæða áhuga þeirra á leikhúsi og auka fagmennsku og fagþekkingu. Við höfum verið í góðu samstarfi við M.A. hingað til þannig að við sáum mikið tækifæri. Þetta yrði þá í fyrsta skiptið sem leikhús kemur beint að svona braut. Það er búið að setja á laggirnar tvær svona brautir í Reykjavík; í Garðabæ og Borgarholtsskóla. Það er þessi þróun sem er búin að eiga sér stað núna á undanförnum árum að fólk er að átta sig á því hvað skapandi hugsun hefur mikil áhrif og skiptir miklu máli.“ Áhersla verður meðal annars lögð á leiklist, dans, tónlist, tækni og hönnun. Vala Fannell, er verkefnastjóri brautarinnar en hún verður líka áfram starfsmaður L.A. „Hún var okkar fyrsti kostur en hún hefur verið að vinna mikið í slíku, í listkennslu og að kenna í leiklistaskóla Leikfélags Akureyrar og er leikstjóri og hefur mikinn áhuga á þessu þannig að hún var fengin í verkið og hún hefur verið að móta deildina með þeim í MA. Það sem við sáum í þessu var líka að geta nýtt sér þekkingu leikhússins. Það sem er svo skemmtilegt er að geta tengt hið praktíska við námið.“ Gæti þetta ekki haft gagnverkandi áhrif? Gætu ekki sprottið upp úr þessu námi sviðslistafólk framtíðarinnar? „Jú, alveg klárlega. Þarna erum við að sá fræjum; að glæða áhugann. Og fólk sem hugsanlega fer að leggja þetta fyrir sig mun átta sig á því að svo margt er felst í leikhúsinu. Þú getur farið í svo margar áttir innan leikhússins, ég er viss um að margt fólk sem hugsanlega hefði kannski farið úr bænum til að fara í menntaskóla annars staðar eða hefur þröngar hugmyndir um hvað leikhús er, þá opnast gáttir. Hugsanlega gæti þetta fólk átt heima í leikhúsinu,“ segir Marta. Hún kveðst sannfærð um að samstarfið við M.A. muni hafa gagnverkandi áhrif og að ávinningur þess sé mikill fyrir báðar stofnanir. Bæði áhorfendur og listamenn framtíðarinnar muni spretta úr náminu.
Akureyri Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira