Sportpakkinn: Alvarlega slasaður eftir rosalegan árekstur í Daytona 500 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2020 14:00 Bíll Ryans Newman kastaðist upp í loftið. vísir/getty Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209. Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Bandaríski ökuþórinn Ryan Newman slasaðist alvarlega í árekstri í Daytona 500 kappakstrinum í Flórída í gær. Daytona 500 er stærsti kappakstur tímabils á NASCAR-mótaröðinni. Áreksturinn varð á lokahring kappakstursins. Newman var með forystu þegar Ryan Blaney keyrði aftan á hann. Bíll Newmans snerist, fór á vegg, skaust þaðan upp í loftið og þegar bíllinn lenti klessti annar ökumaður á hann. Bíll Newmans rúllaði svo eftir brautinni í ljósum logum. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Rosalegur árekstur í Daytona 500 Newman var fluttur á spítala í skyndi. Samkvæmt tilkynningu frá liði hans, Roush Fenway Racing, er hann alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. pic.twitter.com/RugPUdmpEk — Roush Fenway (@roushfenway) February 18, 2020 Newman, sem er 42 ára og ekur Ford Mustang, vann Daytona 500 í fyrsta og eina skipti á ferlinum fyrir tólf árum. Denny Hamlin hrósaði sigri í Daytona 500. Þetta er annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum sem Hamlin vinnur Daytona 500 kappaksturinn. Það mátti ekki tæpara standa en Hamlin kom í mark 0,014 sekúndum á undan Blaney. Aldrei hefur munað jafn litlu á tveimur efstu mönnum í Daytona 500. Venjulega eru eknir 200 hringir í Daytona 500 en að þessu sinni voru þeir 209.
Akstursíþróttir Sportpakkinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira