Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Jürgen Klopp á blaðamannafundi í gær. Getty/ David S. Bustamante Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira