Jón Viðar gengur sáttur frá Mjölni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Nafn Jóns Viðars Arnþórssonar hefur sjaldan verið langt undan þegar Mjölni ber á góma. Nú stefnir í að breyting verði þar á. Vísir/vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST
MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50