Reyndi að vera „karlalegur“ stangarstökkvari en er kona Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2020 22:30 Martin Eriksson var fremsti stangarstökkvari Svía á sínum tíma og vann silfur á EM innanhúss. vísir/getty Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson. Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Martin Eriksson var frjálsíþróttastjarna í Svíþjóð í kringum aldamótin en kæfði á sama tíma niður löngunina til að viðurkenna að Martin væri í raun kvenkyns. Í dag heitir þessi fyrrverandi EM-silfurverðlaunahafi í stangarstökki ekki Martin heldur Veronica. Hún er 48 ára gömul, gift og á tvö börn, og segir þungu fargi af sér létt að hafa loksins fengið kyn sitt leiðrétt. Hún hafi í raun afar lengi vitað að hún væri kona og til að mynda viljað klæðast „stelpufötum“ þegar hún var barn. „Ég á mjög snemma minningar um þetta en svo var ég í íþróttunum og þá er maður frekar karlalegur. Það er kannski algengt hjá transkonum að reyna að vera „macho“ til að leyna þessu. Ég reyndi að vera sérstaklega karlaleg,“ sagði Eriksson í hlaðvarpsþættinum Kommentatorerna. „Ég birgði þetta inni en fannst ég þurfa að koma út og þegar ferlinum var lokið fór ég að hugsa um það af alvöru. En ég efaðist samt um að ég gæti verið trans því það virtist svo ótrúlegt. Mér fannst það ekki geta gengið, en svo fann ég þetta sterkar og sterkar. En árin liðu og ég ýtti þessu frá mér,“ segir Eriksson, sem keppti á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og átti Svíþjóðarmetið í stangarstökki (5,80 metra). Metið er nú í eigu nýstirnisins Armand Duplantis sem bætti heimsmetið fyrr í þessum mánuði og svo aftur í dag með 6,18 metra stökki. Að lokum tókst Eriksson að viðurkenna hvað hún raunlega vildi og með stuðningi eiginkonu sinnar er hún nú búin að ganga í gegnum hormónameðferð, fara í andlitsaðgerð og leiðrétta kyn sitt í skrám yfirvalda. Hún segir það hafa verið mun auðveldara að segja vinum og vinnufélögum fréttirnar en hún gerði ráð fyrir: „Það var á endanum mjög auðvelt að koma út úr skápnum sem transkona. Það er örugglega erfiðara að koma út sem samkynhneigður einstaklingur,“ sagði Eriksson. Á meðan á frjálsíþróttaferlinum stóð kvaðst hún þó ekki hafa getað leiðrétt kyn sitt: „Það var ekki eitthvað sem ég gat ímyndað mér að ég myndi gera, en eftir á að hyggja hefði verið gott að komast þá þegar út úr skápnum. En þá hefði frjálsíþróttaferlinum væntanlega verið lokið. Þá hefði ég ekki getað stokkið,“ sagði Eriksson.
Frjálsar íþróttir Hinsegin Svíþjóð Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira