Sýknuð fyrir hlutdeild í nauðgun á þroskahamlaðri konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 16:26 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir/egill Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Karlinum var gefið að sök nauðgun með því að hafa brotið kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu. Var hann talinn hafa notfært sér yfirburðastöðu sína og aðstöðumun gagnvart þroskahamlaðri konu og að hún hafi verið ein og mátt sín lítils gegn honum og kærustun hans í lokuðu herbergi. Hún hafi verið undir áhrifum lyfja og/eða vímuefna, lömuð af hræðslu og fjarri öðrum á ókunnugum stað. Konunni var gefið að sök hlutdeild með því að hafa liðsinnt kærasta sínum með því að gefa þroskahömluðu konunni óþekkta töflu sem hún sagðist hafa orðið mjög sljóvguð af. Þá átti hún að hafa legið við hlið kærasta síns og konunnar, horft á brotin og stundað sjálfsfróun á meðan brotunum stóð. Lýsti svima eftir e-töflu Karlmaðurinn neitaði sök en lést nokkrum vikum síðar. Var málið á hendur honum fellt niður. Þroskahamlaða konan lýsti því fyrir héraðsdómi að kærastan hefði gefið henni e-pillu rétt eftir að hún hefði verið komin upp í rúm til þeirra. Henni hefði farið að svima, ekkert séð voða mikið og séð bara svart. Taflan hefði verið kringlótt og staðið „e“ á henni. Síðar í skýrslutökunni var henni sýnd mynd af 100 mg Seroquel töflu og þá staðfesti hún að kærastan hefði gefið henni þannig töflu. Meðal gagna málsins voru upplýsingar um lyfið Seroquel og þar kemur fram að um sé að ræða lyfseðilsskylt sefandi lyf sem innihaldi virka efnið quetíapín og sé notað til að meðhöndla geðklofa. Það sé óvenjulegt sefandi lyf og fylgi notkun þess vægar hreyfitruflanir sem líkist einkennum parkinsonsveiki og ósjálfráðra hreyfinga. Þá segir að verkun lyfsins komi fram innan viku og sé verkunartími allt að tólf klukkustundir. Brot ósannað gegn neitun kærustunnar Með hliðsjón af þessum „misvísandi“ framburði þroskahömluðu konunnar taldi Landsréttur ósannað að kærastan hefði gefið henni einhverja töflu sem hefði leitt til sljóvgunar. Þá neitaði kærastan að hafa stundað sjálfsfróun á meðan broti átti sér stað. Væri þroskahamlaða konan ein til frásagnar um það. Gegn neitun ákærðu væri þetta atriði ósannað. Eftir stóð þá hvort kærastan hefði gerst sek um hlutdeild í nauðgun með því að horfa á. Til að sakfellt verði fyrir slíkt afhafnaleysi segir Landsréttur að liggja verði að lágmarki fyrir að kærastan hafi áður átt virkan þátt í því að koma þroskahömluðu konunni í þá stöðu að karlmaðurinn gat brotið gegn henni. Hjá lögreglu og fyrir dómi bar brotaþoli aftur á móti að það hefði verið karlmaðurinn en ekki konan sem hefði haft samband við sig, boðið sér heim og látið aka sér þangað. Því var kærastan ekki sakfelld fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti á grundvelli þess athafnaleysi að hafa horft á. Kærastan, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi í héraði í október 2018, var því sýknuð af ákæru um hlutdeild í nauðgun. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Par ákært fyrir að brjóta á þroskahamlaðri konu Maðurinn og konan neituðu sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. 27. mars 2018 17:48 Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri. 13. október 2018 10:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Kona sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun hefur verið sýknuð í málinu fyrir Landsrétti. Karlmaður, sem var ákærður var fyrir nauðgunina, lést eftir að málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða. Sá var kærasti konunnar. Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Karlinum var gefið að sök nauðgun með því að hafa brotið kynferðislega gegn þroskahamlaðri konu. Var hann talinn hafa notfært sér yfirburðastöðu sína og aðstöðumun gagnvart þroskahamlaðri konu og að hún hafi verið ein og mátt sín lítils gegn honum og kærustun hans í lokuðu herbergi. Hún hafi verið undir áhrifum lyfja og/eða vímuefna, lömuð af hræðslu og fjarri öðrum á ókunnugum stað. Konunni var gefið að sök hlutdeild með því að hafa liðsinnt kærasta sínum með því að gefa þroskahömluðu konunni óþekkta töflu sem hún sagðist hafa orðið mjög sljóvguð af. Þá átti hún að hafa legið við hlið kærasta síns og konunnar, horft á brotin og stundað sjálfsfróun á meðan brotunum stóð. Lýsti svima eftir e-töflu Karlmaðurinn neitaði sök en lést nokkrum vikum síðar. Var málið á hendur honum fellt niður. Þroskahamlaða konan lýsti því fyrir héraðsdómi að kærastan hefði gefið henni e-pillu rétt eftir að hún hefði verið komin upp í rúm til þeirra. Henni hefði farið að svima, ekkert séð voða mikið og séð bara svart. Taflan hefði verið kringlótt og staðið „e“ á henni. Síðar í skýrslutökunni var henni sýnd mynd af 100 mg Seroquel töflu og þá staðfesti hún að kærastan hefði gefið henni þannig töflu. Meðal gagna málsins voru upplýsingar um lyfið Seroquel og þar kemur fram að um sé að ræða lyfseðilsskylt sefandi lyf sem innihaldi virka efnið quetíapín og sé notað til að meðhöndla geðklofa. Það sé óvenjulegt sefandi lyf og fylgi notkun þess vægar hreyfitruflanir sem líkist einkennum parkinsonsveiki og ósjálfráðra hreyfinga. Þá segir að verkun lyfsins komi fram innan viku og sé verkunartími allt að tólf klukkustundir. Brot ósannað gegn neitun kærustunnar Með hliðsjón af þessum „misvísandi“ framburði þroskahömluðu konunnar taldi Landsréttur ósannað að kærastan hefði gefið henni einhverja töflu sem hefði leitt til sljóvgunar. Þá neitaði kærastan að hafa stundað sjálfsfróun á meðan broti átti sér stað. Væri þroskahamlaða konan ein til frásagnar um það. Gegn neitun ákærðu væri þetta atriði ósannað. Eftir stóð þá hvort kærastan hefði gerst sek um hlutdeild í nauðgun með því að horfa á. Til að sakfellt verði fyrir slíkt afhafnaleysi segir Landsréttur að liggja verði að lágmarki fyrir að kærastan hafi áður átt virkan þátt í því að koma þroskahömluðu konunni í þá stöðu að karlmaðurinn gat brotið gegn henni. Hjá lögreglu og fyrir dómi bar brotaþoli aftur á móti að það hefði verið karlmaðurinn en ekki konan sem hefði haft samband við sig, boðið sér heim og látið aka sér þangað. Því var kærastan ekki sakfelld fyrir hlutdeild í nauðgunarbroti á grundvelli þess athafnaleysi að hafa horft á. Kærastan, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi í héraði í október 2018, var því sýknuð af ákæru um hlutdeild í nauðgun.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Par ákært fyrir að brjóta á þroskahamlaðri konu Maðurinn og konan neituðu sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. 27. mars 2018 17:48 Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri. 13. október 2018 10:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Par ákært fyrir að brjóta á þroskahamlaðri konu Maðurinn og konan neituðu sök þegar ákæran var þingfest í Héraðsdómi Vestfjarða. 27. mars 2018 17:48
Tveggja ára dómur fyrir hlutdeild í nauðgun Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á miðvikudaginn síðastliðinn konu í tveggja ára fangelsi fyrir hlut sinni í nauðgun þroskaskertrar stúlku. Brotið átti sér stað þann 2. október árið 2016 en stúlkan var á barnsaldri. 13. október 2018 10:16