Eitt fullkomnasta sláturskip heims á leið vestur til bjargar Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2020 14:30 Afar erfiðar aðstæður eru nú fyrir vestan, stormur en nú er eitt fullkomnasta skip sinnar tegundar væntanlegt til að dæla úr sjókvíum. Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið. Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Eitthvert fullkomnasta sláturskip sinnar tegundar er nú á leið vestur á firði vegna neyðarástands sem þar er að skapast. Ástandið í sjókvíaeldi Arnarlax er afar alvarlegt og er talað um fordæmalausan laxadauða í kvíum fyrirtækisins. Ekki liggur fyrir hversu mikið en aðstæður hafa verið afar erfiðar í allan vetur fyrir vestan.Í Stundinni er talað um að um 470 tonn af dauðum laxi sé nú í eldiskvíum en 4.000 tonn eru í fimm kvíum fyrirtækisins í Arnarfirði. Er greint frá því að nótaskip frá Vestmannaeyjum hafi verið fengið vestur til að dæla úr kvíum. „Þetta er 370 tonnum meira en samkvæmt síðustu tölum sem Matvælastofnun gaf upp á þriðjudaginn en þá sagði Gísli Jónsson, yfirmaður fiskisjúkdóma, að laxadauðinn væri um 100 tonn. 470 tonn er tæplega 1/8 hluti af öllum eldislaxi sem Arnarlax elur í Arnarfirði.“ Ekki er vitað hvað óveður undanfarið hefur gert en varla hefur það orðið til að bæta úr skák. Óttast menn að ef dauður lax bunkast neðst í kvíunum gæti hann dregið þær niður og þá yrði um umhverfisslys að ræða af áður óþekktri stærðargráðu. Fyrir liggur að tjón fyrirtækisins er mikið þó ekki liggi fyrir úttekt á því. Hér má sjá hið mikla skip sem Vestfirðingar binda miklar vonir við að nái að koma málum í sæmilegt horf. Skipið sem um ræðir, og ætlað er til að dæla laxi úr kvíunum er hið norska Norwegian Gannet. Það kom við í Sundahöfn í gær til að taka um borð áhöfnina sem flogið var til Íslands sérstaklega. Vitni segir að það hafi verið tilkomumikil sjón að sjá það sigla inn höfnina en mikill vindur var og öldugangur. Meðan lóðsinn hvarf í öldudölum haggaðist hið mikla skip hvergi. Nýjasta tækni var notuð við að smíð þess, til að gera sérlega stöðugt og má rekja þá tækni til reynslu Norðmanna af olíudöllum við olíuborpalla sína. Kostnaður við gerð skipsins er stjarnfræðilegur eða um 15 milljarðar. Norwegian Gannet var um hádegisbil statt úti fyrir Breiðafirði og stefnir á Vestfjarðarkjálkann. Hér neðar má sjá meira um skipið.
Fiskeldi Noregur Vesturbyggð Tengdar fréttir Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00 Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45 Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Segir sjókvíaeldismenn með sína fulltrúa í ráðuneytinu Sérfræðingar ráðuneytisins komu frá Arnarlaxi. 22. janúar 2020 11:00
Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Ádeila Haralds Eiríkssonar á miklu flugi á Facebook. 14. janúar 2020 11:45
Rifa fannst í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði Á vef Arctic Fish kemur fram að bein rifa á leggjum á 20 metra dýpi á netapoka einnar kvíarinnar hafi fundist við reglubundið eftirlit. 4. febrúar 2020 07:26