„Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 14:00 Neymar og Kylian Mbappe eru frábærir leikmenn og lykilmenn ætli Paris Saint-Germain að vinna langþráðan sigur í Meistaradeildinni. Getty/David Ramos Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Fyrri undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar franska stórliðið Paris Saint-Germain mætir spútnikliði RB Leipzig í Lissabon. Það ræðst í kvöld hvort þessara liða spila til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Paris Saint-Germain hefur ekki komist lengra í Meistaradeildinni síðan moldríku Katararnir eignuðust félagið fyrir níu árum síðan. Draumurinn um að vinna loksins Meistaradeildarinnar er nú ansi nálægur í Parísarborg. Mótherjarnir hjá RB Leipzig hafa komið öllum á óvart allt þetta tímabil og náð lengra en nokkurn tímann áður í stuttri sögu félagsins. Fyrir aðeins ellefu árum var Leipzig liðið að keppa í fimmtu deild í Þýskalandi en kvöld geta þeir komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hinn 33 ára gamli knattspyrnustjóri Julian Nagelsmann hefur gert magnaða hluti á sínu fyrsta tímabilið með liðið en í kvöld þarf hann að finna leið til að stoppa eitt allra öflugasta sóknartvíeyki heimsins. watch on YouTube Kylian Mbappe og Neymar eru tveir af allra bestu leikmönnum heims og leikmenn sem enginn einn getur stöðvað. Þegar þeir spila hlið við hlið í framlínu Paris Saint-Germain þá verður fyrst erfitt að stöðva þá. Þetta sýndi sig síðustu 30 mínúturnar í átta liða úrslitunum á móti Atalanta. Það gekk lítið upp hjá Neymar og félögum fram að því en ítalska liðið réð engan veginn við sóknarþunga PSG eftir að Kylian Mbappe kom inn á völlinn. Mbappe endaði á því að leggja upp seinna markið en Neymar lagði upp það fyrra. Kylian Mbappe hefur verið að glíma við ökklameiðsli eftir fljót brot í franska bikarúrslitaleiknum og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel var ánægður með stöðuna á stráknum eftir innkomuna á móti Atalanta. „Hann spilaði í 30 mínútur á móti Atalanta og það voru engin vandræði eftir þann leik. Hann hefur síðan fengið sex daga til að vinna í forminu snu og auðvitað getur hann byrjað þennan leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri PSG, á blaðamannafundi fyrir leikinn. watch on YouTube Kylian Mbappe hefur skorað 30 mörk og gefið 19 stoðsendingar í 35 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu þar af fimm mörk og sex stoðsendingar í átta leikjum í Meistaradeildinni. Neymar er með 19 mörk og 11 stoðsendingar í 26 leikjum þar af þrjú mörk og þrjár stoðsendingar í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Auðvitað var Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, spurður út í tvíeykið á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það er ekki hægt að sjá það fyrir hvað Neymar og Mbappe gera. Þeir eru toppleikmenn. Við verðum að verjast þeim sem eitt lið. Það verður erfitt en við verðum að láta þá hafa fyrir hlutunum og setja pressu á þá,“ sagði Julian Nagelsmann. Leikur RB Leipzig og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó