Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 20:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45