Íbúar hjúkrunarheimilis komast ekki í bað vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð hefur áhyggjur af áhrifum verkfallsins á íbúa heimilisins. Vísir/Frikki Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét. Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét.
Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira