Opin fyrir því að semja sérstaklega við starfsfólk á leikskólum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 14:23 Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. Vísir/Stöð 2 Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segist vera opin fyrir því að ræða kjör starfsfólks á leikskólum sérstaklega. Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsfólks sem skellur á laust fyrir miðnætti á mánudag sé mikið áhyggjuefni. Í dag er þriðji verkfallsdagurinn í röð hjá félagsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg en verkfallið stendur til miðnættis í kvöld. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara á föstudag og bar ekki mikinn árangur. Búið var að boða samninganefndirnar til fundar á mánudag, rétt áður en verkfallið skall á, en þeim fundi var aflýst með skömmum fyrirvara. Fréttastofa fékk þau svör frá embætti ríkissáttasemjara fyrir hádegi að ekki væri búið að boða til nýs fundar og er alls óvíst hvenær það verður gert. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði að staðan í samningaviðræðunum væri óbreytt og að enn væri langt í land. „Það er þá viðfangsefni okkar. Það sem við höfum bent á er að við viljum gjarnan ræða einstaka hópa. Ef það er mat Eflingar að það séu einhverjir hópar sem þurfi að skoða sérstaklega - sem til dæmis hefur verið bent á starfsmenn á leikskól - þá hefðum við viljað taka þá umræðu,“ segir Harpa. Þannig að þið eruð opin fyrir því að taka starfsfólk leikskólanna út fyrir sviga og skoða sérstaklega? „Við höfum rætt það að ef það er einhver flötur þar að þá sé sjálfsagt að skoða það. En leiðrétting heilt yfir alla er eitthvað sem við sjáum ekki flöt á,“ svarar Harpa. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Verkfallið hefur einnig áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar auk þess sem sorphirða frestast í þeim hverfum þar sem tæming á að fara fram samkvæmt sorphirðudagatali.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að mikið sé í húfi því næsta verkfall verður að óbreyttu laust fyrir miðnætti á mánudag en það verður ótímabundið. „Vissulega er það áhyggjuefni en viðfangsefni okkar er að semja við alla starfsmenn Reykjavíkurborgar sem eru með lausa samninga. Ef við sjáum einhvern ómöguleika í framsetningu Eflingar gagnvart öðrum hópum þá er verkfall í sjálfu sér ekki að leysa það,“ segir Harpa og bætir við að samninganefnd borgarinnar hafi mikinn samningsvilja. „Það er einlæg von okkar, samninganefndar Reykjavíkurborgar, að við náum að ganga frá nýjum kjarasamningi sem er öllum mikið hagsmunamál.“ Fáein tilfelli um hugsanleg verkfallsbrot Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður Eflingar, var stödd við vörslu í Vesturbænum þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að örfá tilfelli hefðu komið upp um möguleg verkfallsbrot sem verði skoðuð nánar síðar. Ingibjörg metur þó tilfellin sem svo að ekki hafi endilega verið brotavilji á ferð. „Fólk er að reyna sitt besta og það hefur kannski ekki fengið réttar upplýsingar eða slíkt,“ segir Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir, verkfallsvörður.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21 Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. 12. febrúar 2020 14:21
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. 12. febrúar 2020 18:45