Mun svara fyrir inngrip dómsmálaráðuneytisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 22:30 William Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur samþykkt að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna vegna inngrips dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember.Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær.Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginuSkömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone.Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gærog einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, fyrir miðju.getty/Chip Somodevilla Demókratar á þingi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun dómsmálaráðuneytisins harðlega og hafa þeir varað við því að réttarríkinu sé ógnað með þessu inngripi ráðuneytsins. Barr mun mæta fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjanþings þann 31. mars næstkomandi þar sem hann má búast við því að verða spurður spjörunum úr út í málið. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37
Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Dómsmálaráðuneyti Trump stytti upphaflega kröfu saksóknara um refsingu yfir vini Trump forseta um meira en helming stuttu eftir að forsetinn tísti vanþóknun sinni á kröfunni. 12. febrúar 2020 10:56