Föstudagslægðin er ekki „Denni dæmalausi“ sem kemur á laugardaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2020 18:30 Appelsínugul stormviðvörun tekur gildi á föstudaginn Vísir/Vilhelm Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“ Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Óveðrið sem von er á á föstudaginn er ekki lægðin „Denni dæmalausi“ eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum. Denni mætir á svæðið á laugardaginn og mun hafa meiri áhrif á Bretlandi en hér við land. Þetta sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Blika.is, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi um það óveður sem framundan er. Von er á mjög djúpri lægð á föstudaginn hér á landi sem búist er við að muni hafa víðtæk áhrif. Á sama tíma hafa fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því að lægðin Dennis sé á leiðinni og hafa fjölmiðlar hér á landi gripið það á lofti og talað um Denna dæmalausa, eftir vinsælli teiknimyndafígúru. „Það hefur verið misskilningur með það að Bretar kalli þetta Dennis, Denni dæmalausi, það er hins vegar lægð sem kemur á laugardaginn. Hún verður hérna aðeins frá landinu og veldur meiri usla á Bretlandseyjum. Þess vegna fær hún nafn,“ sagði Einar. Líkt og sagt hefur frá er von á vonskuveðri á föstudaginn og er appelsínugul viðvörun í gildi á öllu landinu á föstudaginn. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar og bendir Veðurstofa Íslands fólki á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni. Ekkert ferðaveður sé á meðan viðvaranirnar eru í gildi. Það er þó ekki Denna að kenna að sögn Einars, sem kemur sem fyrr segir á laugardaginn. Almennt er Einar ekki hrifinn af því að lægðir fái nöfn líkt og tíðkast víða í Evrópu. „Nei, við förum ekki að gefa lægðunum nöfn og alla vega ekki nöfn sem fólk ber líka. Hver vill bera ábyrgð á því að hafa verið lægðin Anna sem gekk hérna yfir og rústaði öllu,“ spurði Einar og sagði veðurfræðinga hér á landi almennt vera sammála um þessa nálgun. „Við veðurfræðingar hérna erum nokkuð sammála um það að gera það ekki. Þetta er komið úr nafnahefðinni með fellibylina til þess að forðast rugling en svo má gefa þessu nafn eins og Engihjallaveðrið eða Subaru-lægðina og þar fram eftir götunum eftir því hvernig tjónið varð.“
Fjölmiðlar Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58 Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10 Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Vonskuveður og appelsínugul viðvörun handan við hornið Spáð er austan vonskuveðri aðfaranótt föstudags og áfram allan föstudag fram á kvöld með slyddu eða snjókomu í flestum landshlutum. 12. febrúar 2020 16:58
Enginn sleppur alveg undan sprengilægðinni Mikið kuldakast skellur á rétt áður en djúp lægð kemur inn til landsins á föstudag. 12. febrúar 2020 12:10
Kuldakast meðan djúpu lægðarinnar er beðið Það herðir enn á frosti í kvöld, en í nótt og fyrramálið gæti 20 stiga frost eða meira mælst á einhverjum stöðum. 12. febrúar 2020 07:08