Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Svona skiptust atkvæðin í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira