Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 14:21 Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03