Óréttlátt að etja leikskólakennurum gegn samstarfsfólki í verkfalli Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 14:21 Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Vísir/Vilhelm Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Verkfallsverðir Eflingar hafa ekki orðið varir við nein verkfallsbrot það sem af er verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg en ein ábending barst þó um slíkt í gær og verður málið skoðað nánar í dag. Formaður Eflingar hvetur samninganefnd Reykjavíkurborgar til að leggja fram raunhæfari tillögur til að afstýra ótímabundu verkfalli sem að óbreyttu hefst 17. þessa mánaðar. Verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg hófst um hádegisbil í gær en að óbreyttu lýkur því ekki fyrr en á miðnætti 13. febrúar. Áætlað er að verkfallsaðgerðirnar hafi áhrif á rúmlega helming leikskólabarna hjá borginni eða um 3.500 börn og fjölskyldur þeirra. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni eflingar, var hún stödd í Grafarholti að sinna verkfallsvörslu. „Við höfum ekki orðið vör við neitt. Ég fékk vissulega ábendingu um verkfallsbrot í gærkvöldi og starfsmaður Eflingar gengur í málið í dag.“ Sólveig segir að gríðarlegur munur sé á framkvæmd verkfallsins nú, samanborið við verkfallið í vor. Starfsfólkið sýni samstarfsfólki sínu sem er í verkfalli mikinn skilning og stuðning og því sé sé óforskammað hvernig tveimur hópum hefur verið att gegn hvor öðrum í kjaradeilunni, annars vegar faglærðum leikskólakennurum og starfsfólki leikskólanna sem eru í verkfalli. „Þetta er náttúrulega að mínu mati bara ótrúlega forhert og harðsvírað að stilla upp tveimur hópum, mestmegnis konum, sem starfa hlið við hlið inn á sömu stofnun og við sömu kringumstæður og láta eins og það sé hið stórkostlega vandamál í þessari kjaradeilu. Að mínu mati er það einfaldlega óheiðarleg framsetning og ósönn.“ Fundi samninganefnda deiluaðilanna var frestað á mánudag en ríkissáttasemjari hefur enn ekki boðað til nýs fundar. „Við náttúrulega, horfum núna fram á það að ef samninganefnd Reykjavíkurborgar fer ekki að færa okkur eitthvað sem hægt er að skoða af fullri alvöru og ef yfirstjórn þessarar borgar, borgarstjóri og aðrir pólitískir leiðtogar fara ekki að axla sína ábyrgð að fullu og knýja á um að eitthvað, sem hægt er að ræða, verði sett á samningaborðið þá 17. þessa mánaðar erum við bara að fara inn í ótímabundin verkföll með öllu sem því fylgir. Ég sannarlega vona að fólk sé á fullu að undirbúa eitthvað tilboð til okkar sem við getum skoðað og að loksins, eftir allan þennan óralanga tíma, geti þessar samningaviðræður komist á þann stað að fólk fari í sameiningu að vinna að því að finna lausn á þessari erfiðu deilu,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30 Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15 SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þurftu að kaupa einnota mataráhöld í þúsundatali vegna verkfallsins Forstöðumaður hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaða kveðst uggandi yfir stöðu samningaviðræðna Reykjavíkurborgar og Eflingar. 11. febrúar 2020 21:30
Þriðja lota verkfallsaðgerða Eflingarfólks skellur á upp úr hádegi Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst klukkan 12:30 í dag og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. 11. febrúar 2020 06:15
SA hvetur fyrirtæki til að sýna starfsfólki skilning vegna fjarveru Verkfallsaðgerðir Eflingar sem staðið gætu í tæpa þrjá sólarhringa hefjast í hádeginu í dag og munu hafa áhrif á þúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu. Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að sýna starfsfólki sínu tillitsemi vegna fjarveru. 11. febrúar 2020 12:03
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent