Mikið áfall fyrir efnahagslífið ef ISAL hættir starfsemi Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 12:15 Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði og skapar mikilvægar tekjur fyrir bæjarfélagið. vísir/vilhelm Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag. Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Sjá meira
Forstjóri ISAL segir það skýrast um mitt þetta ár hvort starfsemi fyrirtækisins verði lögð niður. ISAL búi við mun óhagkvæmari raforkuverðs samning við Landsvirkjun en önnur álver í landinu. Móðurfélag fyrirtækisins hefur ekki gefið leyfi til að skrifað verði undir kjarasamning sem legið hefur fyrir tilbúinn í tæpar þrjár vikur. Rannveig Rist forstjóri ISAL í Straumsvík segir móðurfélagið Rio Tinto nýlega hafið viðræður við Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld um lækkun á raforkuverði til fyrirtækisins en gildandi samningur er frá árinu 2010. „Og þær viðræður eru bara rétt að fara af stað. Þannig að það er allt of snemmt að segja nokkuð um þær. Viðræðurnar fara fram sem trúnaðarmál vegna þess að samningurinn er trúnaðarmál. Þannig að við getum ekki greint frá neinu um það en þær viðræður eru hafnar,“ segir Rannveig. Mikið hafi verið hagrætt í rekstri ISAL á undanförnum árum og álverið framleiði eftirsótta hágæðavöru sem sé á færi fárra álvera í heiminum að framleiða. Hins vegar sé raforkuverðssamningurinn óhagstæður. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu. Hann er líka talsvert mikið óhagstæðari en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Þannig að það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur. Við erum búin að spara mjög mikið hér í rekstrinum. Við erum búin að vera með taprekstur frá árinu 2012. Þannig að við erum búin að vinna mikið í því en við erum jafnframt búin að ná gríðarlegum rekstrarlegum árangri tæknilega,“ segir forstjórinn. Tapið á rekstrinum hafi verið 10 milljarðar í fyrra og verði væntanlega fjórir milljarðar á þessu ári. Nýlega hafi verið fjárfest fyrir 60 milljarða í álverinu. Þá skiptir álverið miklu máli fyrir Hafnarfjörð sem fái um hálfan milljarða í skatttekjur af starfseminni, stór hluti starfsmanna búi þar og margir milljarðar fari til annarra fyrirtækja vegna starfseminnar. Það komi í ljós um mitt þetta ár hvort álverinu verði lokað sem yrði mikið áfall fyrir efnahagslíf landsins. „Alveg tvímælalaust. Ég held að það liggi í augum uppi. Þetta er ein af stoðunum í efnahagslífinu og áliðnaðurinn er ein af stoðunum í efnahagslífinu. Áliðnaðurinn er með 20 prósent af vöruútflutningstekjunum. Við erum partur af því þannig að það yrði mikið áfall,“ segir Rannveig. 370 manns vinni beint hjá ISAL en um 500 störf séu á lóðinni á hverjum degi. Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður starfsmanna segir fréttirnar í morgun áfall og starfsmenn séu slegnir þótt óvissa hafi verið um starfsemina um tíma. Því skrifað hafi verið undir nýja kjarasamninga hinn 24. janúar í samræmi við lífskjarasamningana. „SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag. Þannig að þetta er tvöfalt áfall. Framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan,“ segir Reinhold Richter. Ríkissáttasemjari boðaði hins vegar í dag samninganefndir starfsmanna í ISAL og Samtaka atvinnulífsins til fundar næstkomandi föstudag.
Efnahagsmál Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent