Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Rúnar Alex í leik gegn PSG á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða. Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða.
Franski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira