Var sendur fótbrotinn úr landi eftir vinnuslys á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:45 Maðurinn kom til vinnu á Akureyri í febrúar í fyrra en var sendur úr landi um tveimur mánuðum síðar eftir að hafa fótbrotnað í vinnuslysi. vísir/getty Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka. Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka.
Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira