Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 18:30 Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira
Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Leita sundmanns við Örfirisey Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Fleiri fréttir Biblíur og Kjarval sameinast í Vestmannaeyjum Tapaði 20 milljónum á svipstundu við að samþykkja beiðni Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Leita sundmanns við Örfirisey „Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Barn fórst í Hvítá í gær Drengurinn er kominn í leitirnar Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Segir ráðgjöf Hafró kippt úr sambandi og „gúmmítékki“ sendur á næstu ríkisstjórn Svæðið sem Veitur vilja girða „óþarflega stórt“ Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir Sjá meira