Slepptu að auglýsa og höfðu samband við mögulega bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2020 11:00 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri. Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Kristján Þórir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, reiknar með að það skýrist í vikunni hver verður nýr bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. Komist var að samkomulagi um starfslok Guðmundar Gunnarssonar bæjarstjóra í janúar og Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari og starfandi bæjarstjóri, hefur ráðið sig til starfa sem sveitarstjóra í Borgarbyggð. „Við erum í viðræðum við aðila. Það eru nokkur nöfn á blaði,“ segir Kristján Þórir í samtali við Vísi. Þreyfingar standi yfir og mjög líklegt að það skýrist í næstu viku hver leiði Ísafjarðarbæ út kjörtímabilið. Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Með nokkur nöfn á blaði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í bæjarstjórn á Ísafirði. Framsókn gerði þá kröfu fyrir samstarfið að auglýst yrði eftir ópólitískum bæjarstjóra sem varð raunin. Var Guðmundur Gunnarsson ráðinn úr hópi umsækjenda en hann er Bolvíkingur og þekkir vel til á svæðinu. Kristján Þórir segir að nú sé verið að skoða nöfn sem komið hafa upp við hugmyndavinnu. Þau hafi ákveðið að sleppa því að auglýsa starfið til að byrja með. „Við litum á að það væri betra að byrja svona miðað við hvernig þetta þróaðist núna. Það tæki skemmri tíma. En ef það gengur ekki upp þá auglýsum við,“ segir Kristján Þórir. Hann á þó ekki von á að svo verði enda séu góðir kandídatar á blaði. Þórólfur Árnason er ekki í viðræðum um starf bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.Vísir/Sigurjón Í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð Nafn Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og samgöngustjóra, hefur verið nefnt í því samhengi. Þórólfur segir engan fót fyrir því í samtali við Vísi en telur sig kunna skýringu á orðróminum. „Ég var í tveggja manna úrtaki í Borgarbyggð, það er sjálfsagt ruglingurinn,“ segir Þórólfur sem sótti um stöðu sveitarstjóra í Borgarbyggð. Úr varð að Þórdís Sif var ráðin sveitarstjóri en hún á ættir að rekja í Borgarnes líkt og Þórólfur. Þórólfur var ekki endurráðinn sem Samgöngustjóri í fyrra sem kom honum í opna skjöldu. Hann óskaði eftir rökstuðningi frá samgönguráðuneytinu og sendi umboðsmanni Alþingis erindi vegna þessa. Þórólfur segir umboðsmann hafa sent ráðuneytinu bréf vegna þessa og málið því enn í skoðun. Jón Gunnar Jónsson var ráðinn samgöngustjóri.
Borgarbyggð Ísafjarðarbær Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30 Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Fær sex mánaða laun Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, fær sex mánaða laun við starfslok sín. 29. janúar 2020 23:30
Lætur af störfum sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, hafa komist að samkomulagi um starfslok Guðmundar og lætur hann af störfum nú þegar. 27. janúar 2020 10:36
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33