Agndofa þegar allir stóðu upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísri/getty Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fleiri fréttir Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög