Agndofa þegar allir stóðu upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir með Óskarsstyttuna. Vísri/getty Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld, sem í kvöld varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun, segist hafa verið agndofa þegar henni var litið yfir áhorfendasalinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í kvöld, undir dynjandi lófataki, og sá viðstadda standa upp. Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. Hildur vann í nótt Óskarinn í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og bætir þannig enn einni gylltu styttunni við Emmy-, Grammy-, BAFTA- og Golden Globe-safnið sitt. Hildur svaraði spurningum fréttamanna eftir að hún steig niður af Óskarssviðinu í nótt, líkt og venja er. Hún var m.a. spurð að því hvort hún hefði áttað sig á því að miklir máttarstólpar í bransanum hefðu veitt henni standandi lófatak. Í því samhengi nefndi fréttamaðurinn m.a. tónskáldin John Williams og Alexandre Desplatt, sem einnig voru tilnefndir í flokki kvikmyndatónlistar í kvöld. „Ég veit, ég sá það,“ sagði Hildur. „Það er villt augnablik. Ég heyri nafnið mitt og mér er bylt við og ég geng upp á svið, og ég er bara: Ég get þetta, ég get þetta, ég get þetta. Og þegar ég kom á sviðið og sá alla standa upp, ég var agndofa.“ Hér að neðan má sjá þakkarræðu Hildar, sem og standandi lófatak viðstaddra. #Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020 Þá kvað Hildur aðspurð það hafa verið yfirþyrmandi að etja kappi við „kanónur“ í bransanum á borð við áðurnefnda Williams og Desplatt. Hún hefði þó hitt þessa menn margoft á verðlaunahátíðum síðustu vikna og það væri frábært að fá að kynnast þeim. Hildur ræddi einnig hugarástandið og tilfinningaflóðið sem hún nýtir sér við sköpun tónverka á borð við tónlistina í Jókernum. Í þessu tilviki hafi hún þurft að kafa djúpt í þankagang Arthur Flecks, aðalpersónunnar. Ræða Hildar á verðlaunaafhendingunni er strax farin að vekja athygli. Hún minnti konur á að láta heyra í sér. Þess væri þörf. „Ég reyndi eins og ég gat að reyna að koma mér í hugarástand hans og reyna að ímynda mér hvernig það myndi hljóma. Það var minn helsti innblástur.“ Hildur lýsti því jafnframt að það hefði verið magnað þegar hún sá Baðherbergisdansinn með Joaquin Phoenix í fyrsta sinn. Phoenix hefði tekist að kalla fram nákvæmlega sömu tilfinningar með dansinum og Hildur fann fyrir þegar hún samdi tónlistina. Að endingu sagðist Hildur ekki ætla að flytja til Hollywood. Þar væri aðeins of sólríkt, sem hæfði ekki tónlistinni sem hún semur. Viðtalið við Hildi má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Óskarinn Tónlist Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira