Agnes biskup hafi náð „einstökum árangri“ í að nútímavæða Þjóðkirkjuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 11:56 Agnes Sigurðardóttir tók við embætti biskups fyrst kvenna árið 2012. vísir/vilhelm Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan. Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Þjóðkirkjan er frjálslyndari og nútímalegri stofnun en margir gera sér grein fyrir, að mati upplýsingafulltrúa Biskupsstofu. Agnes Sigurðardóttir biskup hafi þannig náð „einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag.“ Hún sé sjálf til marks um þetta, verandi „fráskilinn kvenbiskup að vestan.“ Upplýsingafulltrúinn var til tals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar bárust meðal annars skráningar Íslendinga í trú- og lífsskoðunarfélög í tal, en nýlegar tölur Þjóðskrár bera með sér stöðuga fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar á síðustu árum. Fækkunin gagnrýni, ekki trúleysi Það þurfi þó ekki að vera til marks um að Íslendingar séu að verða trúlausari, að mati Péturs Georgs Markan upplýsingafulltrúa. „Ég held að það sé ákveðin vangreining,“ segir Pétur. Úrskráningar úr Þjóðkirkjunni séu frekar til marks um afstöðu einstaklinga til stofnunarinnar, frekar en að þeir séu að gefast upp á trúnni „eða þrái ekki andlegt líf,“ eins og Pétur orðar það. Hann tekur þannig undir það að fækkun sóknarbarna sé til marks um að fólk sé ósátt við kirkjuna. „Ég held að það sé hluti af því sem Þjóðkirkjan hefur verið að vinna markvisst í. Að átta sig á því að hún þarf að eiga samfylgd með þjóðinni,“ segir Pétur og bætir við að þessi samfylgd skiptir Agnesi biskup miklu máli. Einstakt samstarf við Samtökin '78 Í því samhengi segir Pétur rétt að minnast þess að Þjóðkirkjan var lengi „eins konar ráðuneyti frekar en stofnun. Hún var bara embættismannakerfi sem þarf að laga sig að breyttum tíma - sem hún er að gera.“ Þjóðkirkjan sé þannig að mati Péturs frjálslyndari og nútímalegri en mörg geri sér grein fyrir. „Við erum með biskup í dag sem hefur náð einstökum árangri í því að færa kirkjuna inn í nútímalegt samfélag,“ segir Pétur. Í því samhengi nefnir hann nýlegt verkefni Þjóðkirkjunnar og Samtakanna '78, hvers ætlun er að gera upp og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar „Sem er ekki bara nauðsynlegt fyrir Þjóðkirkjuna heldur bara Ísland yfir höfuð, að gera upp þessa sögu,“ segir Pétur og bætir við að verkefnið sé einstakt á heimsvísu. Fráskilið fordæmi að vestan „Kirkjurnar almennt eru ekki komnar á þann stað sem Þjóðkirkja Íslands er. Við getum sýnt þetta fordæmi.“ Þá sé Agnes biskup fordæmi í sjálfu sér að mati Péturs. „Við getum líka sýnt fram á það að við eigum kvenbiskup sem er fráskilin að vestan. Þetta er einstakt í hinu stóra, glóbalíska samfélagi.“ Þjóðkirkjan sé því nútímaleg að mörgu leyti að mati Péturs, en að það hafi tekið tíma. „Við megum ekki gleyma að þetta er tvö þúsund ára stofnun. Hérna erum við þúsund ára, hún hefur svolítið lifað tímana tvenna og það tekur hana stundum tíma að að komast inn.“ Viðtalið við hann í heild má heyra hér að ofan.
Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Tengdar fréttir Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50 Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Biskupsdóttir til Biskupsstofu Margrét Hannesdóttir, sem er dóttir Agnesar M. Sigurðardóttur biskups, var þrívegis fengin til að sinna verkefnum fyrir á Biskupsstofu síðstliðnu ári. 29. maí 2020 15:50
Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar Þjóðkirkjan biður hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og fordómum sem samfélagið hefur þurft að þola af hálfu kirkjunnar í gegnum árin. 8. ágúst 2020 12:30