Karlahlaupið blásið af vegna verkfalls Eflingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 13:21 Fulltrúar Mottumars heimsóttu Bessastaði í gær þar sem þeir afhentu forseta Íslands litríka sokka. Vísir/sigurjón Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur. Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Aðstandendur hins svokallaða Karlahlaups Krabbameinsfélags Íslands, sem fram átti að fara á sunnudag, hafa ákveðið að fresta hlaupinu vegna yfirstandandi verkfalls Eflingar í Reykjavíkurborg. Meðal þeirra félagsmanna Eflingar sem lögðu niður störf eru þau sem sinnt hafa snjóruðningi á hinum ýmsu stígum borgarinnar. Ætlunin var að leggja af stað frá Hörpu og hlaupa sem leið sem leið liggur austur eftir Sæbraut og til baka, alls 5 kílómetra. Af því verður þó ekki. „Vegna verkfalls Eflingar er of mikil óvissa um hvort félaginu sé kleift að halda Karlahlaupið á sunnudaginn eins og fyrirhugað var en félagsmenn Eflingar sjá um lokanir gatna og mokstur á stígum” segir Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagins. í tilkynningu sem send var út vegna frestunarinnar. Halla segir aukinheldur að sér þyki þetta bagaleg staða, ekki síst fyrir alla þá sem höfðu gert ráðstafanir til að geta tekið þátt í hlaupinu. Búið sé þó að hafa samband við alla sem skráðu sig og þeim gert viðvart. „Ný dagsetning verður tilkynnt mjög fljótlega en stefnt er að því að hlaupið muni marka lok Mottumars í stað upphafs átaksins eins og ráðgert var enda trúum við því að samningsaðilar hafi þá náð saman. Kosturinn er að nú gefst karlmönnum enn betri tími til undirbúnings fyrir Karlahlaupið,” segir Halla. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar en síðast var fundað á miðvikudag. Ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar halda því áfram en þær hafa staðið yfir í tæpar tvær vikur.
Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Viðar segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi Dags Langt er liðið á aðra viku af ótímabundnum verkföllum félagsmanna Eflingar með tilheyrandi raski á leikskólastarfi og skertri þjónustu í borginni. 28. febrúar 2020 10:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49