Fótalaus maður vill fá að keppa í spretthlaupi á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Blake Leeper bregður á leik fyrir framan myndavélarnar. Getty/Allen Berezovsky Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira