Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 18:48 Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Sjá meira
Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda.
Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Sjá meira
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49