Ádeila gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 12:00 Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setja upp sýninguna Inni í skógi, í Hofi. Mynd frá æfingu. Mynd/LMA Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur nú upp sína 71. sýningu, söngleikinn Inn í skóginn eftir Stephen Sondheim. Verkið í ár eitt það stærsta og umfangsmesta frá upphafi. Leikstjóri verksins er Vala Fannell og sá Einar Aðalsteinsson um þýðingu handrits. Metnaðurinn hjá leikfélaginu fer ætíð vaxandi og er til dæmis hópurinn sem kemur að sýningunni í ár sá stærsti hingað til eða um það bil 90 manns. „Inn í skóginn fjallar um þekktar persónur úr Grimms ævintýrum, meðal annars Rauðhettu og Úlfinn, Jóa og baunagrasið, Öskubusku, Garðabrúðu og fleiri heimsþekktar persónur. Í ævintýrum eins og þessum lifa allir hamingjusamir til æviloka. Sýningin Inn í skóginn sýnir hins vegar aðra hlið á ævintýrunum. Hægt væri að segja að með sýningunni sé nokkurs konar ádeila lögð fram gegn þeirri hugmynd að allir lifi alltaf hamingjusamir til æviloka. Inn í skóginn sýnir dimmari og drungalegri hlið ævintýranna sem við sjáum ekki oft,“ segir Tjörvi Jónsson en hann situr í stjórn LMA. „Sýningar undanfarin ár hafa verið virkilega vel sóttar og síðustu ár hafa á annað þúsund manns mætt hvert ár. Í ár verður sýningin sett upp í Menningarhúsinu Hofi og er frumsýning þar föstudaginn 6. mars næstkomandi kl. 20:00. Einungis örfáar sýningar verða í boði og því er ástæða fyrir áhugasama að tryggja sér miða sem fyrst á mak.is eða tix.is.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingum leikhópsins. Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA Frá æfingu.Mynd/LMA Frá æfinguMynd/LMA
Akureyri Leikhús Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira