Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:15 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30