Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 15:25 Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Lóa Pind Aldísardóttir, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife til að fagna sjötugsafmæli móður sinnar. Dóttir manns Lóu vakti þau eldsnemma í morgun með símtali frá Danmörku þar sem þeim var sagt að gestir hótelsins H10 Costa Adeje Palace væru í sóttkví eftir að það tók að spyrjast út að ítalskur læknir, sem dvaldi á hótelinu, væri í reynd smitaður af Covid-19. Dóttir manns Lóu er blaðamaður á Politiken en hún vildi fá þau til að ná í myndefni fyrir fjölmiðilinn og brugðust þau að sjálfsögðu vel við þeirri bón. Lóa lýsti aðstæðum á vettvangi í hádegisfréttum Bylgjunnar en þá var hún stödd fyrir utan hótelið þar sem viðbúnaður var mikill. „Það er talsvert af lögreglubílum hérna í kringum hótelið. Ég myndi giska á að það væru svona tíu, tuttugu lögregluþjónar sem eru að gæta þess að fólk komi ekki að hótelinu. Þegar við mættum svona um níuleytið í morgun þá var ein spænsk sjónvarpsstöð og svo fjölgaði þeim nú töluvert og eitthvað af forvitnum vegfarendum að ráfa hérna í kring. Flestir verða reyndar pínu skelkaðir þegar þeir átta sig á því að það er kórónavírusinn sem veldur því að það er búið að loka öllum leiðum að hótelinu.“ Fyrst sandstormurinn svo kórónaveiran Lóa sagðist ekki hafa heyrt frá mörgum Íslendingum á Tenerife þegar hún var spurð hvernig hljóðið væri í þeim. „Fólk er nú svona sæmilega rólegt enda varla annað hægt en að vera rólegur hérna á þessu svæði en ég get ímyndað mér að stemningin sé önnur á meðal þessara sjö Íslendinga og allra hótelgestanna sem við sjáum hérna, þeir eru sumir hangandi úti á svölum, væntanlega að tala við vini og vandamenn heima hjá sér. Ég heyrði í einni sem hafði átt leið hér um í gær, kom inn á hótelið til að spyrja til vegar. Ég hugsa að hún sjái nú dálítið eftir því en það var Íslendingur sem gerði það. Einhverjir hafa sagt: „Það á ekki af okkur að ganga hérna. Fyrst versti sandstormur sem sést hefur í áratugi og svo kórónavírusinn.“ Aðspurð hvort hún sjálf fyndi fyrir kvíða eða óþægindum vegna kórónaveirunnar sagði Lóa. „Ég er nú reyndar bara frísk og hraust kona á besta aldri og óttast þetta ekkert, þannig. En ég verð að viðurkenna að í fyrsta skiptið þá settist ég niður og las mér til um einkennin kórónaveirunnar. Hér er fullt af eldra fólki en það hlýtur að vera smá beygur í þeim og svo að sjálfsögðu fólkinu sem er fast á þessu hóteli. Ég hef nú samt ekkert hugsað mér að stytta þessa dvöl. Við eigum flug heim á föstudaginn og vonandi verður okkur hleypt frá eyjunni, en ef ekki þá er þetta ekkert versti staður í heimi til að vera kyrrsettur á,“ segir Lóa Pind glöð í bragði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14