Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Póllands Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:31 Eliza og Guðni halda til Póllands á mánudag. Getty Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid halda í opinbera heimsókn til Póllands næstkomandi mánudag. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að með í för verði Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, ásamt sendinefnd sem í eru fulltrúar ráðuneyta, fræðasamfélags, Íslandsstofu og embættis forseta. Heimsóknin mun formlega hefjast með móttökuathöfn við forsetahöllina í Varsjá að morgni þriðjudagsins 3. mars og í kjölfarið munu forsetarnir og sendinefndir þeirra eiga fund. Þá undirriti menntamálaráðherrar landanna minnisblað um aukið samstarf á sviði menntunar og að því loknu munu forsetarnir ræða við fulltrúa fjölmiðla. Leggur blómsveig að gröf óþekkta hermannsins „Frá forsetahöllinni verður farið að Pilsudski torgi í miðborg Varsjár þar sem forseti Íslands mun leggja blómsveig að gröf óþekkta hermannsins. Síðan verður haldið á ráðstefnu um styrki Evrópska efnahagssvæðisins til verkefna á sviði umhverfis, orku og loftslagsbreytinga og munu forsetarnir ávarpa gesti þar. Í kjölfarið fer forseti Íslands ásamt sendinefnd á fund Elzbieta Witek, forseta pólska þingsins, og um kvöldið bjóða pólsku forsetahjónin til hátíðarkvöldverðar. Meðal viðburða í dagskrá frú Elizu Reid er heimsókn í Alþjóðamiðstöð heyrnleysingja í Kajetany; síðar um daginn mun hún heimsækja starfsstöð Marels í Varsjá og ávarpa ráðstefnu Frumkvöðlaseturs kvenna sem stendur fyrir stuðningsneti fyrir konur í atvinnulífinu og fjármögnun sprotafyrirtækja. Miðvikudaginn 4. mars heimsækja forsetahjón Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) í Varsjá þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri skrifstofunnar, tekur á móti gestunum. Þar mun forseti flytja ávarp með yfirskriftinni „The struggle for a common past and future: Universal values and national interests“ og ræða við starfsmenn og aðra gesti. Því næst heldur hann til fundar við Marcin Palys, rektor Háskólans í Varsjá, og flytur í framhaldinu fyrirlestur við skólann sem fjallar um hvernig sagan er notuð og oft misnotuð í pólitískum tilgangi. Titill fyrirlestrarins er „Defending Asgard, independence and human rights: The use of history in current affairs.““ Andrzej Duda er forseti Póllands.Getty Til Gdansk Ennfremur segir að síðdegis á miðvikudag komi forsetahjónin og sendinefnd forseta til hafnarborgarinnar Gdansk sem sé mikil samgöngu- og viðskiptamiðstöð og Íslendingum að góðu kunn. „Forseti mun leggja blómsveig að minnismerki um verkamenn sem felldir voru í mótmælagöngu í desember 1970. Þá mun hann eiga fund með ríkisstjóra Pommernhéraðs, Dariusz Drelich, og heimsækja að því loknu Samstöðusafnið, European Solidarity Centre, og skoða þar sýningu. Forseti mun eiga fund í bókhlöðu safnsins með Aleksöndru Dulkiewicz, borgarstjóra Gdansk, og embættismönnum. Loks bjóða forsetahjónin til móttöku fyrir gestgjafa sína og aðra í ævagamalli kauphöll í miðborginni, Arthus Court. Á fimmtudaginn mun forseti meðal annars skoða nýtt hafrannsóknaskip sem er í eigu Háskólans í Gdansk, skoða frystimiðstöð fyrir sjávarafurðir og heimsækja rannsóknarstofu þar sem haffærni skipa er rannsökuð með tilliti til sjólags og vinda. Þá mun forseti ávarpa málstofu íslenskra og pólskra fyrirtækja á sviði sjávarútvegs- og matvinnslutækni og lýkur dagskránni svo með heimsókn í safn sem helgað er aðdraganda og hörmungum heimsstyrjaldarinnar síðari. Auk þess að taka þátt í flestum þáttum dagskrár forseta í Gdansk mun frú Eliza Reid eiga fund með fulltrúum samtaka sem vinna gegn félagslegri mismunun og samtaka sem styðja við flóttamenn og innflytjendur,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Íslendingar erlendis Pólland Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira