Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:27 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við Vísi. Hún segir Eflingu reyndar hafa boðað baráttufund klukkan 13 á morgun og hún hafi því óskað eftir því við sáttasemjara um að samningafundurinn hefjist klukkan 14. Sólveig kveðst reikna með að það verði brugðist við ósk hennar um að færa fundinn. Félagar í Eflingu sem starfa hjá Reykjavíkurborg hafa nú verið í ótímabundnu verkfalli í rúma viku með tilheyrandi áhrifum á skólastarf, velferðarþjónustu og sorphirðu í borginni. Seinasti fundur í deilunni var síðastliðinn miðvikudag. Verið að bregðast við með því að boða til fundar Aðspurð hvort Efling hafi fengið viðbrögð við yfirlýsingu sinni í gær um „nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ segir Sólveig engin eiginleg viðbrögð hafa komið. „En við kjósum að líta svo á að það sé verið að kalla fund sé viðbragð,“ segir Sólveig sem reiknar með því að yfirlýsingin verði rædd á fundinum á morgun. Í yfirlýsingunni kom fram að samninganefnd Eflingar telji yfirlýsingar borgarinnar og Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin sé tilbúin til að koma betur til móts við kröfur Eflingar en kynnt var á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. Telur nefndin að borgin hafi þannig mögulega skapað meiri grundvöll til áframhaldandi viðræðna en áður var ætlað. Var kallað eftir staðfestingu borgarinnar á því. Í samtali við fréttastofu í gær fagnaði Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, því að Efling vilji setjast við samningaborðið en vildi ekki tjá sig efnislega um yfirlýsingu Eflingar og þann skilning sem samninganefndin lagði í orð og yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi. Upplifir mikinn stuðning frá almenningi Áhrifa af verkfalli Eflingar gætir víða í borginni þar sem rusl safnast upp, leikskólastarf hefur raskast mikið sem og skólastarf í nokkrum grunnskólum. Þá er velferðarþjónusta borgarinnar verulega skert. Engu að síður kveðst Sólveig upplifa mikinn stuðning hjá almenningi og aðspurð segist hún alls ekki upplifa það að almenningsálitið sé að snúast gegn Eflingu og baráttu þeirra við borgina. „Ég held að það hafi náðst einhvers konar sátt um það að okkar málflutningur sé réttur og sannur og að þessi krafa okkar um mjög svo sanngjörnu og hófstilltu leiðréttingu eigi fullan rétt. Og ég held að bæði foreldrar barna sem ganga í leikskóla og eins fólkið sem dvelur á þeim stofnunum þar sem gamalt fólk býr og svo framvegis hljóti allt að átta sig á því að það gengur ekki að reka þessi mikilvægu umönnunarkerfi á vinnu kvenna sem geta ekki almennilega séð fyrir sjálfri sér,“ segir Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. 24. febrúar 2020 13:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels