„Það er eins og maður sé konungur um stund“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:00 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari er kominn aftur í hnakkinn eftir 40 ára hlé. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Hestalífið. Vísir/Hestalífið Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit. Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Í störfum sínum brýtur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heilann um leiðir til árangurs með handboltalandsliðinu. En til að hlaða batteríin skiptir hann algerlega um gír og gleymir sér með hestum sínum. Guðmundur er viðmælandinn í fyrsta þættinum af Hestalífið, sem sýndir verða hér á Vísi. Umsjónarmaður þáttanna er Telma Lucinda Tómasson. „Ég kem í hesthúsið og raunverulega lít ég ekki á klukkuna. Síminn er bara úti í bíl og ég lít á þetta sem andlega íhugun að vissu leyti, ég meina, ég er að hugsa um þá og ekkert annað. Það kemst ekkert annað að meðan maður er hér, alveg sama hvort maður er að moka skít eða leggja á, eða kemba eða bara í útreiðartúr,“ segir Guðmundur. „Svo þegar maður er á svona góðum hesti þá líður manni afskaplega vel á baki. Það er eins og maður sé konungur um stund.“Hægt er að horfa á þáttinn í fullri lengd í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hestalífið - Guðmundur Guðmundsson Handboltinn tók yfir Guðmundur kynntist hestum fyrst níu til tíu ára gamall. Þá var hann hestasveinn hjá tveimur merkismönnum í neðri Fáki, þeim Jóni Kaldal ljósmyndara sem var einn af fyrstu portrett ljósmyndurum Íslands og Ottó A. Michelsen sem var með IBM og Skrifstofuvélar. Guðmundur og félagi hans voru fengnir til að hreyfa hestana reglulega. „Ég naut þess auðvitað, var þarna á hverjum einasta degi þegar ég var ungur og svo var ég í hestamennsku til svona 18 ára aldurs eða 19. Þá tók handboltinn alveg yfir. Þannig að ég tók mér 40 ára pásu,“ útskýrir Guðmundur. Guðmundur er auðvitað með vel merktan landsliðshjálm.Vísir/Hestalífið Stuðningur við dótturina Það var mjög góð ástæða fyrir því að Guðmundur fór aftur af stað í hestamennskunni og honum líður stórkostlega yfir því að vera kominn í hnakkinn aftur. „Mér finnst þetta mjög gaman. Ég ákvað líka að fylgja eftir áhugamáli dóttur minnar, hún er búin að þrá mikið að eignast hesta og fara í hestamennsku og hún er búin að tala mikið um þetta. Þannig að ég ákvað líka út af því að styðja við bakið á henni og fara í hestamennskuna með henni. Þannig eiginlega æxlaðist þetta.“ Júlía 12 ára dóttir Guðmundar gefur tóninn í hesthúsinu. Þar eru alls konar sprey og aukahlutir fyrir hestinn þeirra Fák. „Dóttir mín keypti þetta úti í Berlín, hún hefur voða gaman af því að gera þá fína og þetta er held ég á faxið og taglið. Og svo eru hérna alls konar hófhlífar og teygjur. Ég er nú ekki duglegur við að setja teygjurnar í. Það sér dóttir mín um.“Mannlífsþátturinn Hestalífið fór í loftið á Vísi í dag og má horfa á fyrsta þátt í spilaranum hér ofar í fréttinni. Hestalífið birtist á Vísi og Stöð 2 Maraþon aðra hverja viku en með umsjón þáttar fer Telma Lucinda Tómasson. Þættirnir eru unnir fyrir Vísi í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Beit.
Hestalífið Hestar Tengdar fréttir Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hestamennskan grefur sig djúpt inn í sálarlíf fólks Í dag fer í loftið hér á Vísi fyrsti þátturinn af Hestalífinu í umsjón Telmu Lucindu Tómasson. Í þessum mannlífsþáttum fá áhorfendur að heimsækja skemmtilegt hestafólk sem hefur frá mörgu að segja. 25. febrúar 2020 10:45