Pétur og Hulda neituðu sér um matarinnkaup í fjörutíu daga og svona gekk þeim Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 07:00 Pétur og Hulda eiga ekki mikið eftir í ísskápnum en það er nóg eftir í frystikistunni. Hjónin Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri, leikstjóri, leikskáld, plötusnúður og dagskrárgerðarmaður, og Hulda Ingadóttir, sjúkraliði á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, ákváðu á dögunum að fara í gegnum fjörutíu daga án þess að kaupa í matinn og aðeins borða það sem til er heima fyrir í þann tíma. Vísir ræddi við þau í byrjun en núna eru þessir fjörutíu dagar liðnir og Pétur segir að verkefnið hafi gengið vel. „Þetta gekk nú bara nokkuð vel svona heilt yfir með hæðum og lægðum. En á tímum var þetta alveg frekar þungt og sérstaklega þegar vika var liðin og við áttuðum okkur á því að það væru 33 dagar eftir, meira en mánuður en samt vika liðin frá innkaupum,“ segir Pétur og bætir við að allskonar ófyrirséð vandamál hafi komið upp. „Eins og til dæmis sjampó, kaffikönnupokar og meira að segja misreiknaði ég kaffið. Lausnirnar við þessu voru að vatnsþynna sjampóið, gramsa eftir sjampói sem hafði verið keypt en endað inni í baðskáp. Nota næstbesta tannkremið en við eigum sko nóg af því, bara ekki það besta. Og það dugði alveg. Svo var það kaffið. Ég fór að taka svona pressukönnu fram sem var inni í skáp, til að sleppa við að nota kaffikönnupoka. Ég fór að draga fram allt það kaffi sem ég átti, meðal annars koffínlaust sem dóttir okkar skyldi eftir fyrir sex mánuðum og blandaði því saman við venjulegt, svona til að drýgja kaffið.“ Erfitt að fara út úr rútínu Hann segir að þau hjónin hafi byrjað að elda alls konar nýja rétti. „Réttir sem við höfðum aldrei gert áður en munum gera aftur eftir þetta tímabil. Dæmi frá því um helgina: Frosið avocado, salsasósa, majónes og hvítlaukssósa, leifar af rjómaosti og restin af fetaostinum ásamt svona mexíkóflögum. Þetta er allt sett í eldfast mót með kjúkling sem steiktur er á pönnu. Bakað í ofni. Einn besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað og gerður úr því litla sem eftir var í ísskáp og svo frysti.“ Pétur segir að erfiðast hafi verið þegar þau fóru út úr rútínu. „Sem dæmi fór ég á tímabilinu í vinnu úr bænum. Þá þurfti ég að nesta mig upp. Svo kom stærsta höggið. Ég fór í aðgerð á fæti, sem var alveg fyrirhuguð en eftir á að hyggja vorum við ansi skammsýn þar. Það þýddi fjögurra daga ferð til Reykjavíkur með tilheyrandi veseni að nesta okkur upp. Svo komum við heim og þá er ég kyrrsettur heima, á öðrum fæti og lítið gott til að borða. Það var þá sem ég bölvaði duglega yfir því að hafa lagt í þessa vitleysu. Það var til nægur matur en stundum nennir maður ekki og í þessu tilfelli hafði ekki getu til að vera að taka upp frosna matvöru og elda frá grunni.“ Hann segir að Hulda sé sennilega nægjusamari í þeirra hjónabandi. Mynd sem vinur þeirra hjóna sem er grafískur hönnuður setti á Facebook og skrifaði við myndina að sést hafi til þeirra í matvöruverslun. „Hún var svo sem að vinna meira utan heimilis og ekki í veikindaleyfi. Held að mér sé óhætt að segja að henni hafi ekki fundist þetta neitt leiðinlegt nema kannski vorkenndi mér smá við að vera einn heima ósjálfbjarga. En þetta bjargaðist og ég er enn uppistandandi, allavega á öðrum fæti.“ Pétur segir að þau hafi sparað mikla fjármuni á þessari tilraun. „Það er ótrúlegt hvað smáupphæðir gera þegar þær safnast saman. Þú straujar kortið, þetta er ekki nema fimm þúsund, en tuttugu þannig er hundraðþúsund krónur og það er fljótt að koma. Svo var það inni í dílnum að fara á kaffihús eða jafnvel út að borða, en við fengum 3500 á viku á mann í vasapening. Inni í þessu var líka öll afþreying eins og til dæmis bíó, leikhús, klipping og bara allt nema eldsneyti á bílana og lyfja-og lækniskostnaður. En ég notaði ekki allan neyslu-vikupeninginn. Ætli ég hafi ekki orðið bara hálf nískur við þetta.“ Ætla ekki á neyslufyllerí Hann er ekkert svo viss um að vilja gera þetta aftur. „Núna undir það síðasta sagði ég; „aldrei aftur” en þetta er sennilega eins og með konurnar og börnin. Þegar þær eru búnar að eiga börnin virðast þær oftast vera til í þetta aftur. Held reyndar að þetta eigi meira við um mig. Hulda er svo ótrúlega nægjusöm að hún elskar þetta. En við sjáum til. Erum núna að hugsa um næstu skref því að við ætlum ekki að sökkva okkur í neyslufyllerí. Við fundum fyrir ákveðnum andlegum þáttum í kringum svona aðhald og erfitt að lýsa því. En það er enn þá til nóg af mat í frystikistunni en það verður farið í búð í dag. Ætlum samt í hófleg innkaup og taka skynsemina á þetta. Næsta skref er í vinnslu en okkur langar að vera hófleg í neyslu þó við förum ekki í þessar öfgar aftur, að fara ekki í búð í fjörutíu daga. En upp úr stendur að þetta er hægt, að fólk sýnir mikinn stuðning í svona. Það voru fjölmargir sem fylgdust með á Facebook og Instagram. Þegar ég var að kvarta eða skelfingu lostinn um að eitthvað væri að vera búið þá komu ótal ráð frá fólki. Mér finnst það svo fallegt, velvild fólksins. Kannski er það niðurstaða þessa 40 daga verkefnis; heimurinn er betri en við höldum.“ Neytendur Tengdar fréttir Pétur og Hulda neita sér um matarinnkaup í fjörutíu daga „Við erum bara tvö í heimili ásamt einni kisu og prófuðum í fyrra að kaupa lítið inn í janúar og sáum þá að það er hægt að komast upp með að kaupa minna. En núna eftir jól fórum við til Tenerife og ræddum þetta aðeins þar.“ 24. janúar 2020 11:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hjónin Pétur Guðjónsson, viðburðastjóri, leikstjóri, leikskáld, plötusnúður og dagskrárgerðarmaður, og Hulda Ingadóttir, sjúkraliði á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri, ákváðu á dögunum að fara í gegnum fjörutíu daga án þess að kaupa í matinn og aðeins borða það sem til er heima fyrir í þann tíma. Vísir ræddi við þau í byrjun en núna eru þessir fjörutíu dagar liðnir og Pétur segir að verkefnið hafi gengið vel. „Þetta gekk nú bara nokkuð vel svona heilt yfir með hæðum og lægðum. En á tímum var þetta alveg frekar þungt og sérstaklega þegar vika var liðin og við áttuðum okkur á því að það væru 33 dagar eftir, meira en mánuður en samt vika liðin frá innkaupum,“ segir Pétur og bætir við að allskonar ófyrirséð vandamál hafi komið upp. „Eins og til dæmis sjampó, kaffikönnupokar og meira að segja misreiknaði ég kaffið. Lausnirnar við þessu voru að vatnsþynna sjampóið, gramsa eftir sjampói sem hafði verið keypt en endað inni í baðskáp. Nota næstbesta tannkremið en við eigum sko nóg af því, bara ekki það besta. Og það dugði alveg. Svo var það kaffið. Ég fór að taka svona pressukönnu fram sem var inni í skáp, til að sleppa við að nota kaffikönnupoka. Ég fór að draga fram allt það kaffi sem ég átti, meðal annars koffínlaust sem dóttir okkar skyldi eftir fyrir sex mánuðum og blandaði því saman við venjulegt, svona til að drýgja kaffið.“ Erfitt að fara út úr rútínu Hann segir að þau hjónin hafi byrjað að elda alls konar nýja rétti. „Réttir sem við höfðum aldrei gert áður en munum gera aftur eftir þetta tímabil. Dæmi frá því um helgina: Frosið avocado, salsasósa, majónes og hvítlaukssósa, leifar af rjómaosti og restin af fetaostinum ásamt svona mexíkóflögum. Þetta er allt sett í eldfast mót með kjúkling sem steiktur er á pönnu. Bakað í ofni. Einn besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað og gerður úr því litla sem eftir var í ísskáp og svo frysti.“ Pétur segir að erfiðast hafi verið þegar þau fóru út úr rútínu. „Sem dæmi fór ég á tímabilinu í vinnu úr bænum. Þá þurfti ég að nesta mig upp. Svo kom stærsta höggið. Ég fór í aðgerð á fæti, sem var alveg fyrirhuguð en eftir á að hyggja vorum við ansi skammsýn þar. Það þýddi fjögurra daga ferð til Reykjavíkur með tilheyrandi veseni að nesta okkur upp. Svo komum við heim og þá er ég kyrrsettur heima, á öðrum fæti og lítið gott til að borða. Það var þá sem ég bölvaði duglega yfir því að hafa lagt í þessa vitleysu. Það var til nægur matur en stundum nennir maður ekki og í þessu tilfelli hafði ekki getu til að vera að taka upp frosna matvöru og elda frá grunni.“ Hann segir að Hulda sé sennilega nægjusamari í þeirra hjónabandi. Mynd sem vinur þeirra hjóna sem er grafískur hönnuður setti á Facebook og skrifaði við myndina að sést hafi til þeirra í matvöruverslun. „Hún var svo sem að vinna meira utan heimilis og ekki í veikindaleyfi. Held að mér sé óhætt að segja að henni hafi ekki fundist þetta neitt leiðinlegt nema kannski vorkenndi mér smá við að vera einn heima ósjálfbjarga. En þetta bjargaðist og ég er enn uppistandandi, allavega á öðrum fæti.“ Pétur segir að þau hafi sparað mikla fjármuni á þessari tilraun. „Það er ótrúlegt hvað smáupphæðir gera þegar þær safnast saman. Þú straujar kortið, þetta er ekki nema fimm þúsund, en tuttugu þannig er hundraðþúsund krónur og það er fljótt að koma. Svo var það inni í dílnum að fara á kaffihús eða jafnvel út að borða, en við fengum 3500 á viku á mann í vasapening. Inni í þessu var líka öll afþreying eins og til dæmis bíó, leikhús, klipping og bara allt nema eldsneyti á bílana og lyfja-og lækniskostnaður. En ég notaði ekki allan neyslu-vikupeninginn. Ætli ég hafi ekki orðið bara hálf nískur við þetta.“ Ætla ekki á neyslufyllerí Hann er ekkert svo viss um að vilja gera þetta aftur. „Núna undir það síðasta sagði ég; „aldrei aftur” en þetta er sennilega eins og með konurnar og börnin. Þegar þær eru búnar að eiga börnin virðast þær oftast vera til í þetta aftur. Held reyndar að þetta eigi meira við um mig. Hulda er svo ótrúlega nægjusöm að hún elskar þetta. En við sjáum til. Erum núna að hugsa um næstu skref því að við ætlum ekki að sökkva okkur í neyslufyllerí. Við fundum fyrir ákveðnum andlegum þáttum í kringum svona aðhald og erfitt að lýsa því. En það er enn þá til nóg af mat í frystikistunni en það verður farið í búð í dag. Ætlum samt í hófleg innkaup og taka skynsemina á þetta. Næsta skref er í vinnslu en okkur langar að vera hófleg í neyslu þó við förum ekki í þessar öfgar aftur, að fara ekki í búð í fjörutíu daga. En upp úr stendur að þetta er hægt, að fólk sýnir mikinn stuðning í svona. Það voru fjölmargir sem fylgdust með á Facebook og Instagram. Þegar ég var að kvarta eða skelfingu lostinn um að eitthvað væri að vera búið þá komu ótal ráð frá fólki. Mér finnst það svo fallegt, velvild fólksins. Kannski er það niðurstaða þessa 40 daga verkefnis; heimurinn er betri en við höldum.“
Neytendur Tengdar fréttir Pétur og Hulda neita sér um matarinnkaup í fjörutíu daga „Við erum bara tvö í heimili ásamt einni kisu og prófuðum í fyrra að kaupa lítið inn í janúar og sáum þá að það er hægt að komast upp með að kaupa minna. En núna eftir jól fórum við til Tenerife og ræddum þetta aðeins þar.“ 24. janúar 2020 11:30 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Pétur og Hulda neita sér um matarinnkaup í fjörutíu daga „Við erum bara tvö í heimili ásamt einni kisu og prófuðum í fyrra að kaupa lítið inn í janúar og sáum þá að það er hægt að komast upp með að kaupa minna. En núna eftir jól fórum við til Tenerife og ræddum þetta aðeins þar.“ 24. janúar 2020 11:30