Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:46 Ýmsar athugasemdir voru gerðar við stjórnarhætti Sorpu í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin. Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin.
Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42