Íslenska fjölskyldan komin í sóttkví eftir heimferð frá Wuhan Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2020 11:45 Þotan sem flutti fólk frá Wuhan á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gær. Utanríkisráðuneytið Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands. Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íslensk fjölskylda sem dvalið hefur í Wuhan í Kína kom heim í gær. Fjölskyldan óskaði eftir því fyrir skemmstu að fá að komast heim og var hún flutt með sérstöku flugi til Frakklands sem skipulagt var fyrir Evrópubúa staðsetta á umræddu svæði. Fólkið var síðan flutt áfram til Íslands með leiguflugi. „Það hefur gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis,“ að sögn utanríkisráðuneytisins en Íslendingum, sem ferðast hafa til Kína, er ráðlagt að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu. Miklar takmarkanir eru á samgöngum til og frá Wuhan-borg til þess að hamla frekari útbreiðslu COVID-19 en veiran á upptök sín í borginni. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið, sóttvarnarlækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, annaðist skipulagningu og samhæfingu heimflutningsins. Samkvæmt ráðuneytinu var sendiráð Íslands í Peking í samskiptum við kínversk stjórnvöld vegna málsins og aðstoðaði fjölskylduna eftir þörfum. Þá annaðist starfsfólk sendiráðs Íslands í París samskipti við frönsk stjórnvöld vegna flugsins frá Kína og tryggði að fjölskyldan kæmist án vandræða um borð í leiguvélina til Íslands.
Íslendingar erlendis Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45 Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnvöld vinna að því að flytja íslenska fjölskyldu frá Wuhan í Kína Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Kína hefur óskað eftir því að komast heim vegna COVID-19 veirunnar. Vinna íslensk stjórnvöld nú að því að koma henni í flug sem skipulagt er af Evrópusambandinu. Fólkið hefur engin einkenni kórónuveirunnar. 20. febrúar 2020 17:45
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Tveir farþega Diamond Princess eru látnir Tveir af farþegunum um borð í farþegaskipinu Diamond Princess sem verið hefur í sóttkví í Yokohama í Japan vegna Covid19-veirusmits eru nú látnir. 20. febrúar 2020 07:00