Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. febrúar 2020 19:00 Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla. Hælisleitendur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Til stendur að endursenda á næstunni fjögur flóttabörn og unga foreldra þeirra til Grikklands. Börnin eru öll yngri en níu ára og í Grikklandi bíða þeirra ömurlegar aðstæður í flóttamannabúðum. Systkinin heita Ali, sem er níu ára, Kayan, sem er fimm ára, Saja, sem er fjögurra ára og Jadin, sem er eins árs. Þau komu til Íslands fyrir níu mánuðum, ásamt foreldrum sínum, sem 27 og 25 ára. Fjölskyldan flúði frá Írak til Grikklands árið 2017. Í Írak segjast þau hafa orðið fyrir pólitískum ofsóknum og ofbeldi. Við hittum fjölskylduna í dag en foreldrarnir treystu sér ekki til að stíga fram af ótta við yfirvöld í Írak. Sema Erla Serdar, formaður Solaris hjálparsamataka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. „Þegar þau fóru á flótta þá ætluðu þau ekki að sækja um vernd á Grikklandi, einfaldlega vegna stöðunnar þar í landi, en neyddust til þess og fengu vernd sem gefur til kynna að þau hafi raunverulega verið að flýja raunverulega hættulegar aðstæður. Þau höfðu ítrekað verið fangelsuð, þau upplifðu pyndingar og annað í Írak,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Tíminn á Grikklandi var fjölskyldunni mjög erfiður. Þau segjast hafa búið við mjög slæmar aðstæður: áttu varla fyrir mat, aðgengi að heilbrigðisþjónustu var af skornum skammti, skólaganga var takmörkuð og enga atvinnu var að fá. „Í Grikklandi þá hefur fjölskyldan upplifað mikið ofbeldi, mikla kynþáttafordóma, áreitni og árásir úti á götu, meðal annars af höndum öfgahópa,“ segir Sema Erla og bætir við að þau hafi ítrekað reynt að fá aðstoð lögreglu. „En það var ekkert gert og þau upplifðu ítrekað það viðhorf að ef þetta er ekki nógu gott fyrir þig farðu þá bara eitthvað annað,“ Fjölskyldan sá því ekki annan kost en að yfirgefa Grikkland og sótti um vernd hér á landi. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála hafa ekki tekið umsókn þeirra efnislegrar meðferðar heldur hefur þeim verið tilkynnt að á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar verði fjölskyldan send aftur til Grikklands. „Þegar ég spurði manninn hvað hann sæi fyrir sér ef þau myndu fara frá íslandi þá voru svipbrigðin bara svo erfið og hann sagði ég get hreinlega ekki rætt þetta fyrir framan börnin mín,“ segir Sema Erla. Ítrekað hefur verið sýnt fram á skelfilegar aðstæður flóttafólks á Grikklandi. Til að mynda hefur UNICEF, Rauði krossinn og fjöldi hjálparsamtaka og alþjóðastofnana, fordæmt brottvísanir á börnum til Grikklands. Lögmaður fjölskyldunnar segir að ákveðið hafi verið að fara með málið fyrir héraðsdóm þar sem farið er fram á ógildingu úrskurðar um að hafna frestun réttaráhrifa í málinu. „Það hefur komið fram að börnin séu mjög ánægð hér, þau eru lífsglöð, þau upplifa hamingju og það er auðvitað bara til háborinnar skammar að við ætlum að svipta þau þessu öryggi og þessari lífshamingju sem þau hafa fundið síðan þau komu hingað,“ segir Sema Erla.
Hælisleitendur Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira